Umsókn þátttakanda á alheimsmóti 2027

LANGAR ÞIG AÐ KOMA MEÐ Á ALHEIMSMÓT SKÁTA Í PÓLLANDI SEM ÞÁTTTAKANDI?

Opið er fyrir umsóknir þátttakanda á alheimsmóti skáta í Póllandi 2027.

 

Hvað felst í því að vera þátttakandi á Alheimsmóti ?

Þátttakendur á alheimsmóti verða vera á aldrinum 14 - 17 ára þegar mótið byrjar 30. júlí 2027 (fædd á bilinu 30. júlí 2009 - 30. júlí 2013). Níu skátum er raðað saman í einn skátaflokk með einum foringja og fjórir flokkar saman mynda eina sveit.

Íslenski fararhópurinn mun fara út með 5 sveitir og því einungis 180 pláss fyrir íslenska þátttakendur. Fararhópurinn mun hittast fyrir ferðina á undirbúningsfundum og í sveitarútilegum þar sem hópnum er hristað saman og einnig verður farið yfir ferðalagið og dagskrá mótsins til að undirbúa þátttakendurna sem best.

Hér eru drög af ferðafyrirkomulagi hópsins með fyrirvara á breytingum þegar nær dregur ferðinni.

  • 27. júlí 2027 - IST flýgur út
  • 29. júlí 2027 - Aðalhópurinn flýgur út
  • 30. júlí 2027 - Mótssetning
  • 8. ágúst 2027 - Mótsslit
  • 9.-13. 2027 - Mótsslit

 

Hvað kostar ?

Verðið fyrir þátttakanda er 572.000 kr. Athugið að þetta er verð án flugs.

Innifalið í verðinu er:

  • Þátttökugjald til mótsins: 215.000 kr.
  • Eftirmótsupplifun í Kraká: 110.000 kr.
  • Einkenni: 35.000 kr.
  • Annar kostnaður 212.000 kr.
    • Sameiginlegur búnaður
    • Sveitarstarf fyrir mótið
    • Fararstjórn
    • Skrifstofu- og ófyrirséður kostnaður

Þau sem vilja taka þátt eru beðin um að lesa vel skilyðrin hér að neðan og fylla síðan út umsóknareyðublaðið. Umsóknarfresturinn er til og með 1. apríl 2026 

 

Ef það eru einhverjar spurningar um hlutverkið þá hvetjum við ykkur til að hafa samband við fararstjórana á netfangið jambo2027@skatarnir.is. 

Skilyrði fyrir þátttakendur

  • Vera orðin 14 ára og ekki orðin 18 ára þegar mótið hefst, 30. júlí 2027
  • Hafa farið á a.m.k. fjögurra nátta skátaviðburð og gist í tjaldi allan tímann
  • Hafa unnið sér inn færnimerkin:
    • Skyndihjálp
    • Hnífur
    • Útieldun
  • Vegna víðáttumikils mótsvæðis þarf þátttakandi að vera í góðu líkamlegu formi og geta fengið a.m.k. 10 kílómetra á dag (nema ef um sérstök frávik er að ræða)
  • Meðmæli frá sveitarforingja og einum úr félagaþrennunni þar sem hún er starfandi í félaginu, annars félagsforingja
  • Góð heilsa þar sem að á mótinu er mikil útivera og dagskrá sem krefst mikillar hreyfingar í +25°C hita og því mikilvægt að þátttakendur séu líkamlega hraustir
  • Þekki skátalögin og geti haft þau að leiðarljósi í allri vegferðinni í kringum mótið og í samskiptum við aðra.
  • Taka þátt í undirbúningsfundum og/eða útilegum sveitarinnar og fararhópsins til að tryggja að þátttakandi sé vel upplýstur og undirbúinn fyrir ferðina t.d.:
    • Hittingur fararhópsins á Landsmóti skáta á Hömrum 2026
    • Sveitarútilegur
    • Undirbúningsfundir sveitarinnar
  • Geta borið allan farangurinn sinn í einum bakpoka (18-20 kg) með minni dagspoka í u.þ.b. 30 mínútur (möguleg ganga frá rútunni að tjaldsvæðinu)
  • Hafa andlega burði til að búa þétt við frumstæðar aðstæður í fjölbreyttri mannflóru og miklu áreiti í þrjár vikur fjarri foreldrum/forráðafólki
  • Hafa jákvætt viðhorf gagnvart nýjum reynslum, ólíkum menningarheimum og að kynna íslenskt skátastarf á alþjóðlegum vettvangi

Umsókn fyrir þátttakendur

Vinsamlegast skrifaðu bara þau tungumál sem þú myndir treysta þér að vera í samskiptum við erlenda skátahópa á því tungumáli
Segðu í stuttu máli frá því hvers vegna þú hefur áhuga á að fara á Jamboree 2027.
Setjið inn einn skáta sem meðmælanda, getur verið skátaforingi eða félagsforingi

Fararstjórar á Jamboree í Póllandi 2027

Stjórn BÍS hefur falið þeim Dagbjörtu Brynjarsdóttur og Dagmari Ýr Ólafsdóttur það hlutverk að vera fararstjórar fararhóps BÍS á Jamboree í Póllandi 2027.

Dagbjört eða Dagga eins og hún er ávallt kölluð kemur úr Mosverjum og Dagmar kemur úr Skjöldungum, þær hafa verið í skátaflokk saman í mörg ár, eru Gilwell skátar og hafa unnið að ýmsum skátaverkefnum saman, stórum og smáum.

Þeim hlakkar til að takast á við það verkefni að leiða fararhóp BÍS á alheimsmót í Pólandi þar sem „Hugrekki“ er slagorð mótsins!

Okkur hjá BÍS hlakkar til samstarfsins og óskum þeim til hamingju með nýtt hlutverk!


Privacy Preference Center