BÍS stendur til boða að senda 3 þátttakendur á norrænt Gilwell leiðtogaþjálfunar námskeið sem haldið verður í Finnlandi. Þátttakendur verða frá öllum Norðurlöndunum en námskeiðið fer fram á ensku. Að námskeiði loknu þurfa þátttakendur að mæta á lokahelgi Gilwell þjálfunarinnar á Íslandi.

HVAR OG HVENÆR

Námskeiðinu í Finnlandi er skipt í nokkra hluta:

  • 3 netnámskeið: sunnudaginn 1. febrúar, sunnudaginn 22. mars og sunnudaginn 26. apríl. Nánari tímasetningar koma síðar
  • Útilega í Asikkala, suður Finnlandi, dagana 29. júní – 4. júlí 2026
  • Lokahelgi þjálfunarinnar í suður Finnlandi 6.-9. janúar 2027. Nánari staðsetning kemur síðar.

MARKMIÐ

Markmið námskeiðsins er að bjóða upp á ævintýralegt námskeið ásamt því að styrkja leiðtogahæfni þátttakenda. Á námskeiðinu er mikil áhersla á gildi, bæði einstaklingsins og skátahreyfingarinnar, og þurfa þátttakendur að vera tilbúin að taka þátt í verkefnum sem krefjast ígrundunar á eigin gildum og viðhorfum.

Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna hér.

KRÖFUR

Þátttakendur þurfa að vera 22 ára, hafa reynslu af foringjastörfum, eða öðrum leiðtogastörfum, innan skátahreyfingarinnar og stefna á að halda því áfram. Jafnframt er æskilegt að þátttakendur hafi lokið sveitarforingjanámskeiði.

KOSTNAÐUR

Þátttökugjaldið er 550 evrur ásamt því að þátttakendur þurfa að greiða eigin ferðakostnað (2 ferðir til Finnlands).

UMSÓKNIR

Umsóknir skulu berast í gegnum formið hér að neðan. Umsóknarfrestur er til og með 12. október.

Vinsamlegast skrifaðu bara önnur tungumál ef þú myndir treysta þér að vera í samskiptum við erlenda skátahópa á því tungumáli
Vinsamlegast skrifaðu starfsheiti eða stutta lýsingu á hvað þú fæst við.

Privacy Preference Center