World Scout Moot 2025 í Portúgal
Um viðburðinn:
Um hvað snýst The World scout MOOT ?
The World Scout Moot er alþjóðlegt skátamót á vegum WOSM fyrir róverskáta á aldrinum 18-25 ára, sem einblínir á alþjóðlega menningu, skilning og vináttu. Mótið er haldið á fjögurra ára fresti í mismunandi löndum og verður haldið árið 2025 í Portúgal.
The Moot er sett upp þannig að skátunum er blandað í mismunandi flokka þvert á lönd sem saman skipa eina sveit. Sveitunum er dreift um landið og taka þær þátt í mismunandi dagskrá út frá því umhverfi sem þær eru staðsettar í.
Gróf dagskrá
- 23. júlí – Sjálfboðaliðar og fararstjórar mæta til Lissabon tveimur dögum fyrir setningu og aðstoða við undirbúning móttöku þátttakenda.
- 23. júlí – 25. júlí. Þátttakendur mæta til Lissabon þar sem hægt verður að skoða borgina, og taka þátt í dagskrá skipulagða af fararstjórn.
- 25. júlí -29. júlí : Skátarnir mæta í Lissabon þar sem setningarathöfnin fer fram. Svo fara þau í sínum flokkum og sveitum út um allt land, til að taka þátt í dagskrá út frá því svæði sem þau eru staðsett á með það markmið að kynnast portúgalskri menningu og náttúru, og einnig hvert öðru í alþjóðlegu sveitunum.
- 30. júlí er ferðadagur þar sem sveitirnar ferðast allar að aðaltjaldsvæðinu þar sem þær hitta aðrar sveitir og deila upplifun sinni frá sínum svæðum.
- 31. júlí – 2. ágúst – Almenn tjaldbúðadagskrá á aðal tjaldsvæðinu. Hér eru allar sveitirnar komnar á aðalmótsvæðið og geta tekið þátt í dagskrá sem einblínir á portúgalska menningu, að kynnast öðrum þátttakendum og að deila sinni menningu.
- 3. ágúst er lokadagur mótsins. Þátttakendurnir fara í heimsókn í Porto þar sem þátttakendur fá tækifæri til að skoða sig um.
- 4. ágúst- Ferðinni er slitið í Porto.
- Hægt er að sjá nánari upplýsingar um uppsetninguna á dagskrá hér :
Hver geta tekið þátt ?
Þátttakendur
Þau sem geta tekið þátt eru skátar fædd milli 26. júlí 1999 og 25. júlí 2007, þá 18-25 ára. Engar undantekningar eru á þessum dagsetningum.
Þegar skátarnir eru skráð á mótið verður þeim raðað í flokka sem inniheldur 10 skáta frá mismunandi löndum. Flokkunum er síðan raðað 5 saman í eina sveit. Sveitin mun ferðast um Portúgal og upplifa MOOT saman. Ekki er hægt að tryggja að skátar frá Íslandi endi í sama flokk eða í sömu sveit.
Aðeins 40 þátttakendapláss eru í boði !
Sjálfboðaliðar (IST)
Þeir skátar sem eru fædd fyrir 26. júlí 1999 geta tekið þátt sem sjálfboðaliðar. Þau þurfa að mæta fyrr á svæðið og aðstoða við að undirbúa móttöku þátttakendanna.
Hvað kostar á MOOT 2025 ?
Ferðin er sett upp þannig að þátttakendur og IST liðar þurfa sjálf að koma sér á mótsvæðið og er því flug og ferðalag EKKI INNIFALIÐ í verðinu. Boðið verður upp á aðstoð við kaup á flugum þegar nær dregur ef óskað er eftir því.
Innifalið í verðinu er þátttökugjald á MOOT (matur, dagskrá og gisting á meðan MOOT stendur) ásamt ferðum fyrir og eftir mótið með íslenska fararhópnum.
Kostnaður fyrir ferðina er :
- Þátttakendur : 242.000 kr.
- Sjálfboðaliðar (IST) : 136.000 kr.
Skráning er opin og lýkur 23. október 2024
Mikilvæg að hafa í huga
- Ekki er hægt að tryggja að íslenskir þátttakendur enda saman í flokkum eða í sveitum með öðrum íslenskum þátttakendum. Mótið er sett upp þannig að þátttakendum er blandað saman þvert á lönd.
- Ekki er hægt að tryggja greiðan aðgang að íslensku fararstjórninni, sveitirnar verða staðsettar á víð og dreif um Portúgal og ekki öruggt að það verði nálægt íslensku fararstjórninni.
- Ekki er hægt að tryggja greiðan aðgang að síma-og netsambandi, sveitirnar verða á víð og dreif um Portúgal og mögulega fara þær í ferðir á staði þar sem síma-og netsamband er ekki gott eða jafnvel ekki til staðar.
- Þó svo að þátttakendur kaupa sín eigin flug þá eru þau að ferðast sem fulltrúar BÍS og ber að fylgja ferða verklagi BÍS. Hægt er að sjá nánar um það hér: https://skatarnir.is/reglugerd-utanferdir/
- Óháð landslögum viðburðar er neysla áfengis skáta undir 20 ára óheimil og öll neysla annarra vímuefna óháð aldri. https://skatarnir.is/vimuvarnarstefna/
- Ferð íslenska fararhópsins byrjar 23. júlí og lýkur 4. ágúst þar sem íslenska fararstjórnin mun skipuleggja dagskrá fyrir þátttakendur ásamt því að þau geta skoðað borgina fyrir setningu mótsins.
Skilmálar
Með því að skrá þig samþykkir þú eftirfarandi skilmála vegna MOOT 2025.
- Þátttakendur á MOOT 2025 eru einstaklingar fædd á tímabilinu 26.07.1999 til 25.07.2007. Sjálfboðaliðar (IST) eru einstaklingar fædd fyrir 27. júlí 1999.
- Staðfestingargjaldið, sem er 20% og er hluti af mótsgjaldinu, fæst ekki endurgreitt ef hætt er við ferðina.
- Ferðin skal vera fullgreidd af hálfu þátttakenda 30. apríl 2025.
- Sérstakir skilmálar gilda vegna breytinga og endurgreiðslna á stórum viðburðum vegna fjárhagslegra skuldbindinga sem þegar er búið að leggja út fyrir og fást ekki endurgreiddar. Endurgreiðsluupphæð fer eftir því hvenær þátttakandi hættir formlega við ferðina og hversu há upphæð hefur verið greidd af hendi BÍS til þriðja aðila sem ekki fæst endurgreidd til BÍS.
- Þátttakendur eru ekki sérstaklega slysatryggðir, ábyrgðartryggðir eða vátryggðir að öðru leyti af Bandalag íslenskra skáta (BÍS) í skátastarfi, bent er á að þessar tryggingar eru oft hluti af heimilis- og fjölskyldutryggingum og öðrum almannatryggingum forráðafólks. Sama gildir um ferða- og forfallatryggingar.
- Meðferð persónugreinanlegra upplýsinga sem skráðar eru vegna þátttöku er í samræmi við samþykkta persónuverndarstefnu BÍS sem finna má hér (https://skatarnir.is/personuverndarstefna/).
- BÍS eða umsjónaraðili á þess vegum getur þurft að aflýsa viðburðum og mótum vegna gildra og óviðráðanlegra aðstæðna s.s. vegna náttúruhamfara, hryðjuverka, stríðs, heimsfaraldra o.fl. Við þessar aðstæður áskilur BÍS sér rétt til þess að endurgreiða ekki mótsgjaldið, þótt ávallt sé leitast eftir að hámarka endurgreiðslu til þátttakenda.
- Við áskiljum okkur rétt til að fækka í fararhópnum af brýnni nauðsyn ef forsendur ferðarinnar breytast.
Klst
Min
Sek
Lykilupplýsingar
- Byrjar:
- 25/07/2025
- Endar:
- 04/08/2025
- Kostnaður:
- 242000isk
- Aldurshópar:
- Rekkaskátar, Róverskátar
Skipuleggjandi
- Bandalag íslenskra skáta
- Sími:
- 550-9800
- Netfang:
- skatarnir@skatarnir.is
- Vefsíða:
- View Skipuleggjandi Website
Staðsetning
- Portúgal