Hæða- og Stikumerkjavefurinn uppfærður
Hugmyndir að gönguleiðum fyrir hæða- og stikumerki komnar inn í Verkfærakistu BÍS
Við erum búin að uppfæra vefinn fyrir hæða- og stikumerkin með listum yfir gönguleiðir víðsvegar um landið. Það er mikið úrval af gönguleiðum fyrir hvert merki og eru leiðirnar flokkaðar eftir bæði hæð og lengd svo það er þægilegt að finna þá gönguleið sem hentar best fyrir hvert merki. Það er líka hægt að smella á sumar gönguleiðir til að fá nánari lýsingar á gönguleiðunum.
Vefinn er að finna undir „Verkfærakista“ – „Ferðir og Útilegur“ – „Hæða og stikumerki“. Einnig er hægt að smella hér.
Hugmyndabankinn er í stöðugri þróun svo við hvetjum öll sem fara í ferðir til að segja okkur frá þeim. Ef þú ert með hugmyndir um ferðir sem hægt er að fara til að vinna að merkjunum má senda þær á skatarnir@skatarnir.is.