Hleð Viðburðir
  • Þessi event er liðinn

Ungmennaþing 2022

Um viðburðinn:

Þingið verður haldið rafrænt sunnudaginn 6. febrúar  á forritinu Gather. Mæting í Gather er klukkan 10:00 og setning verður klukkan 10:15, slit verða síðan samdægurs klukkan 21:00. Þinggestum verður boðið í opna dagskrá í Gather forritinu í lok þings. Þingið er fyrir skáta 25 ára og yngri og þátttökukostnaður er 750 krónur. Að ákvörðun ungmennaráðs skulu þátttakendur á dreka- og fálkaskátaaldri sem vilja taka þátt gera það með því að taka zoom símtal eða svipað við sveitarforingjann sinn sem mætir á viðburðinn í gather og sveitarforinginn deilir skjánum sínum.

 

Ungmennaþing er samkvæmt 16. grein laga BÍS og er athygli vakin á að fundarboð þetta er ekki með 6 vikna fyrirvara líkt og lagagreinin kveður á um. Vegna óvissu að sökum heimsfaraldurs þurfti að endurskipuleggja viðburðinn og undirbúa rafrænt og var ákveðið að fresta fundarboði fyrr en það væri fastar í hendi. Við biðjum um að athugasemdir við þetta séu gerðar við Skátamiðstöð en frávik frá þessum reglum um fundarboðun verður rædd og lögð til samþykktar líkt og góð fundarsköp gera ráð fyrir.

 

Samkvæmt 17. grein laga BÍS er slétt ártal kosningaár og þá skal á ungmennaþingi kjósa a.m.k. þrjá fulltrúa í ungmennaráð og sérstakan áheyrnafulltrúa ungmenna í stjórn BÍS þ.e. ungmenni sem hefur áheyrnarrétt í stjórn BÍS en ekki atkvæði. Aðeins eru kjörgengir skátar sem eru 25 ára eða yngri. 

 

Tillögur um fólk í þessi störf óskast sendar uppstillingarnefnd hið fyrsta. Tilkynningar um framboð má senda á uppstilling@skatar.is 

Framboðsfrestur er þó ekki takmarkaður og hægt verður að skila framboðum á þinginu sjálfu.

 

Uppstillingarnefnd skipa:

Berglind Lilja Björnsdóttir berglindliljab@gmail.com   659-1366

Birgir Ómarsson biggiomars@gmail.com 895-7551

Katrín Kemp Stefánsdóttir katrinkemp@kopar.is 824-1865

Sigurður Viktor Úlfarsson siggiulfars@gmail.com 854-0074

Sædís Ósk Helgadóttir saedis@skatar.is 661-6433

 

Skráning á ungmennaþing fer fram á https://skraning. og skulu þátttakendur hafa skráð sig eigi síðar en 4. febrúar 2022. Opnað hefur verið fyrir skráningu.  Rétt er að ítreka það að ALLIR skátar sem hyggjast taka þátt í þinginu skulu skrá þátttöku sína.

 

10:00 Mæting í Gather

10:15 Setning og kynning á dagskrá (kynning á skemmtipakkanum)

10:30 Kynningarleikur (2 satt, 1 logið)

10:55 Fundarboðun rædd og lögð til samþykktar af þátttakendum þingsins

11:005 Örkennslur

11:30 Skipting á örkennslum

12:00 Hádegismatur

13:00 Kynning á viðburðum

13:20 Hvernig hefurðu áhrif (hvernig þingstörfin virka, hvað er skátaþing o.fl. í þeim dúr)

14:30 Stfna BÍS a.k.a. Stebbi – Kynning

14:45 Sameiginleg lummugerð A.K.A kaffitími

—————————– ÞINGSTÖRF HEFJAST 15:45 ————————————-

15:45 Ungmennaþing 101

16:00 Kjósa fundarstjóra

16:05 Þingstörf

17:15 Pása

17:30 Þingstörf

—————————– ÞINGSTÖRFUM LOKIÐ 18:40 ————————————-

18:40 Buffer

19:00 Kvöldmatur

20:00 Opin dagskrá (umræðuhópar, tölvuspil, árshátíð)

21:00 Slit

21:15 Allir farnir heim

00:00 Gather lokar

 

Þingstörf

16:00 Ungmennaþing – aðalfundarstörf

Kosning fundarstjóra og fundarritara
Fundarboðun ungmennaþings rædd og lögð til samþykktar

Tillaga að dagskrá Ungmennaþings – umræður – afgreiðsla

Þingsályktanir – framsaga – umræður

Lagabreytingar – framsaga – umræður

Afgreiðsla þingsályktana og lagabreytinga

Kosið í nýtt ungmennaráð

Áheyrnarfulltrúi ungmenna stjórnar BÍS kosin

Önnur mál

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Dagsetning:
06/02/2022
Tími
10:00 - 21:00
Kostnaður:
750kr.
Aldurshópar:
Rekkaskátar, Róverskátar, Dróttskátar

Staðsetning

Á netinu

Skipuleggjandi

Ungmennaráð BÍS
Netfang:
ungmennarad@skatarnir.is
Vefsíða:
View Skipuleggjandi Website