Hleð Viðburðir

Félagsforingjafundur

Um viðburðinn:

Stjórn Bandalags íslenskra skáta boðar til félagsforingjafundar laugardaginn 6. nóvember 2021 í Hinu Húsinu, Rafstöðvarvegi 9 frá klukkan 14 – 18. Samkvæmt lögum BÍS er félagsforingjafundur vettvangur umræðna um þau mál sem snerta skátastarfið í landinu og ráðgefandi samkoma. Við viljum fylgja hefð undanfarinna ára og biðjum stjórn félaganna að velja 2 – 4 fulltrúa úr sínu félagi til að sækja fundinn, auk félagsforingja hvetjum við félagaþrennuliðar, annað stjórnarfólk og sveitarforingja félaga til þátttöku.

Áður en fundurinn hefst munu skátafélögin sem halda úti fjölskylduskátastarfi leiða saman hesta sína í Elliðaárdalnum og bjóða öllum sem vilja kynna sér þetta form af skátastarfi að taka þátt með sér frá 12:00 – 13:30. Hægt er að koma

Dagskráin á félagsforingjafundinum verður eftirfarandi:

14:00
FRAMTÍÐ SKÁTAMIÐSTÖÐVARINNAR

Helga Þórey Júlíudóttir nýr framkvæmdastjóri BÍS kynnir hvert og hvernig hún hyggist sigla Skátamiðstöðinni inn í framtíðina. Hún mun einnig nýta tækifærið til að heyra álit skátafélaganna á fyrirætlunum sínum og leita ráðgjafar frá fundinum um hvernig skátafélögin vilji sjá þjónustu og nokkur önnur atriði tengd Skátamiðstöðinni þróast.

14:45
MÁLSTOFUR

Við endurtökum leikinn og höldum málstofur um atriði beintengdum félagsstarfinu sem ástæða er til að skerpa á. Málstofurnar verða 4 og munu snúast um:

EFLING DRÓTTSKÁTASTARFS OG MINNKUN BROTTFALLS

Síðustu þrjú ár hefur félagatölfræði skátafélaganna sýnt okkur að talsvert mikið brottfall verður meðal dróttskáta í 9. og 10. bekk. Í málstofunni mun erindreki fara yfir tölurnar, segja frá sambærilegum vanda á aldursstiginu í öðru starfi, ræða mögulegar lausnir, hvað félögin geti mögulega gert og hvernig regnhlífin við fást við þessa áskorun í sameiningu

HVERNIG BJÓÐUM VIÐ FORRÁÐAFÓLKI Í SKÁTASTARF

Akranesi, Skjöldungum og Vogabúum hefur gengið með einsdæmum vel að bjóða forráðafólki að starfinu og virkja þau til góðra verka. En hvernig? Í málstofunni verður farið yfir hvernig fjölskylduskátastarf hefur vakið áhuga forráðafólks á að taka virkan þátt í skátastarfi, hvernig eldmóður og gott verklag hefur dregið að forráðafólk á Skaganum og hvernig foreldrafélag og aðrar óhefðbundnari aðferðir hafa virkjað forráðafólk í Grafarvoginum.

ÞJÁLFUN OG FRÆÐSLA Á VETTVANGI FÉLAGA

Katrín Kemp, ný verkefnastýra fræðslumála BÍS mun segja frá þeim námskeiðum sem verða á vegum skátaskólans á hverju starfsári og þeirri vinnu sem hún sinnir um þessar mundir til að framfylgja þeim áætlunum. Katrín mun leita álits og ráðgjafar félaganna um hvaða þjálfun og fræðslu þau vilja að BÍS þrói til að koma með út í félögin t.d. á stjórnar-, foringjaráðs- og félagsráðsfundi. Hver reynslan til þessa er af rafrænum námskeiðum og með hvaða öðrum hætti félögin telji að megi koma þjálfun og fræðslu sem best til skila til þeirra fólks.

NÝLIÐASTEFNA

Það mæta 10 áhugasamir sjálfboðaliðar á stéttina fyrir framan skátaheimilið þitt og segjast vilja hjálpa til, en hvað svo? Í þessari málstofu munum við ræða hví það sé mikilvægt fyrir skátafélögin að BÍS móti sér nýliðastefnu, hvernig við getum lært af bresku skátunum og öðrum sjálfboðaliðasamtökum sem hafa gert slíkt. Hvað væri mikilvægt að sú stefna snerti á, hvaða atriði yrðu að vera á ábyrgð skátafélaga og hvaða atriði á ábyrgð regnhlífarinnar.

16:45
KAFFIHLÉ

17:00
STEFNA UM FJÖLGUN

Erindreki tekur mjög stutta hugvekju um hví stefna um fjölgun skipti okkur máli, hvað sé sagt í stefnu BÍS til 2025 og hvernig skátafélögin skili sinni stefnu hið fyrsta.

17:05
ÚLFLJÓTSVATN

Ýmislegt spennandi hefur verið baukað á Úlfljótsvatni nýverið. Stutt kynning á starfseminni og stefnu staðarins.

17:15
NÝ HANDBÓK UM STARFSGRUNN

Sem liður í að ná markmiði í stefnu skátanna um ævintýralega heildstæða dagskrá verður gefin út ný handbók um starfsgrunn skátastarfsins. Byggt er ofan á fyrri vinnu til að þróa áfram góðan grunn og á meðan margt er jafn kunnulegt og gamli bakpokinn góði þá er líka opnað á nýjar víddir og starfsgrunnurinn skilgreindur frá nýjum sjónarhornum. Harpa Ósk úr stjórn BÍS mun kynna nýju handbókina.

17:45
STYSTA KVÖLDVAKA SÍÐARI ÁRA

18:00
SLIT

Skráning fer fram á https://sportabler.com/shop/skatarnir boðið verður upp á að taka þátt í gegnum fjarfundarbúnað og biðjum við þau sem hyggjast gera slíkt að láta vita af sér, hlekkur á fjarfund verður sendur út á skráða þátttakendur þegar nær dregur og settur á viðburðarsíður á bæði facebook og heimasíðu skátanna. Við hvetjum engu að síður öll sem geta að koma og hitta okkur í persónu, það er kominn tími til!

Staðsetning viðburðar á korti

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Dagsetning:
12. febrúar
Tími
14:00 - 18:00
Aldurshópar:
Rekkaskátar, Róverskátar, Eldri skátar

Skipuleggjandi

Bandalag íslenskra skáta
Sími:
550-9800
Netfang:
skatar@skatar.is
Vefsíða:
skatarnir.is

Staðsetning

Hitt Húsið
Rafstöðvarvegur 9
Reykjavík, 110 Iceland
+ Google Map
Vefsíða:
https://hitthusid.is