VEGNA NÝRRA VIÐMIÐA FRÁ STJÓRNVÖLDUM

Fyrr í dag, miðvikudaginn 24. mars 2021, hélt ríkisstjórnin blaðamannafund þar sem tilkynnt var um nýjar takmarkanir. Þar kom fram að grunn-, framhalds- og háskólum verði lokað næstu þrjár vikur og hefur Skátamiðstöðin tekið þá ákvörðun að færa allt skátastarf á netið frá og með núna. 

Því verður gert hlé á öllu skátastarfi í raunheimum þar til þessum takmörkunum lýkur.

Við fylgjumst vel með stöðu málanna og látum ykkur vita um leið og nýjar upplýsingar koma fram! Ef einhverjar spurningar vakna, vangaveltur eða ykkur vantar bara að spjalla, þá geti þið alltaf heyrt í okkur í Skátamiðstöðinni!

Við hvetjum ykkur til að nýta þau verkfæri sem til eru til að senda á skátana ykkar og þar má nefna:

  • www.skatarnir.is/studkvi –> skemmtileg verkefni sem hægt er að senda á skáta
  • rafræn spilakvöld / bingókvöld / skátakviss / kahoot
  • og ekki má gleyma Among Us sem hefur verið mjög vinsæll leikur (vonandi eru ekki allir komnir með nóg af honum..)

Svo er um að gera að taka gott páskafrí, slaka á og koma tvíefld til baka!

Rafrænt knús til ykkar allra<3