VEGNA NÝRRA VIÐMIÐA FRÁ STJÓRNVÖLDUM

VEGNA NÝRRA VIÐMIÐA FRÁ STJÓRNVÖLDUM

Fyrr í dag, miðvikudaginn 24. mars 2021, hélt ríkisstjórnin blaðamannafund þar sem tilkynnt var um nýjar takmarkanir. Þar kom fram að grunn-, framhalds- og háskólum verði lokað næstu þrjár vikur og hefur Skátamiðstöðin tekið þá ákvörðun að færa allt skátastarf á netið frá og með núna. 

Því verður gert hlé á öllu skátastarfi í raunheimum þar til þessum takmörkunum lýkur.

Við fylgjumst vel með stöðu málanna og látum ykkur vita um leið og nýjar upplýsingar koma fram! Ef einhverjar spurningar vakna, vangaveltur eða ykkur vantar bara að spjalla, þá geti þið alltaf heyrt í okkur í Skátamiðstöðinni!

Við hvetjum ykkur til að nýta þau verkfæri sem til eru til að senda á skátana ykkar og þar má nefna:

  • www.skatarnir.is/studkvi –> skemmtileg verkefni sem hægt er að senda á skáta
  • rafræn spilakvöld / bingókvöld / skátakviss / kahoot
  • og ekki má gleyma Among Us sem hefur verið mjög vinsæll leikur (vonandi eru ekki allir komnir með nóg af honum..)

Svo er um að gera að taka gott páskafrí, slaka á og koma tvíefld til baka!

Rafrænt knús til ykkar allra<3


Útkall í vinnuhóp - Mótstjórn Drekaskátamóts

vinnuhópur drekaskátamóts

VINNUHÓPUR
MÓTSTJÓRN DREKASKÁTAMÓTS

-Ævintýraleg upplifun, fjölbreytt dagskrá og skemmtilegar áskoranir-

Auglýst er eftir sjálfboðaliðum í mótstjórn Drekaskátamóts. Fullkomið tækifæri fyrir þau sem eru að stíga sín fyrstu skref í skipulagningu skátamóta og vilja taka þátt í að skipuleggja ævintýralegt skátamót. Verkefnið hentar vel rekkaskátum sem eru að vinna að forsetamerkinu!

Drekaskátamót er ótrúlega skemmtilegt skátamót þar sem drekaskátar hittast og gista saman í eina nótt á Úlfljótsvatni. Þemað í ár er sólstrandarþema og því um að gera að fara að grafa upp sólhattinn og sólgleraugun!

Hvaða kröfur þarf ég að uppfylla til að vera með?

  • 16 ára eða eldri
  • Geta unnið í hóp
  • Hafa metnað, frumkvæði og hugmyndaauðgi

Tímalína

Tímalengd verkefnisins er frá 23. mars 2021 – 15. júní 2024. Verkefninu er skipt þannig upp að á fyrsta drekaskátamótinu mun núverandi drekaskátamótsstjórn skipuleggja mótið með ykkur og kenna ykkur verklag og skipulag mótsins. Á öðru árinu sjái þið um mótið sjálf og á þriðja árinu fáið þið inn hóp af skátum sem mun taka við af ykkur í mótsstjórn og munið þið leiða þau í gegnum mótið.

 

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt sendu okkur tölvupóst á drekaskatamot@skatar.is.
Við hlökkum til að heyra frá þér 😀


Ný endurnýtanleg sakavottorðseyðublöð

Ný endurnýtanleg sakavottorðseyðublöð

Skátamiðstöðin hefur í samvinnu við embætti Ríkissaksóknara útbúið nýtt eyðublað til undirritunar vegna heimildar til að leita í sakaskrá. Nýja eyðublaðið gildir á meðan skáti er í starfi, því er hægt að fletta upp stöðu í sakaskrá árlega án þess að skila þurfi inn nýju skjali. Skjalinu ber að eyða láti skáti af störfum eða óski sérstaklega eftir því. Því þarf eingöngu að skila nýju skjali ef hlé hefur verið gert á skátastarfi.

Þetta fyrirkomulag ætti því að auðvelda okkur öllum utanumhald við skil á sakavottorðsheimildum.

Þeim sem eftir eiga að skila fyrir þetta starfsár geta skilað nýja eyðublaðinu.

Eyðublaðið er þannig útbúið að hægt er að fylla inn allt nema undirskrift áður en prentað er út. Skönnuðu afriti af undirrituðu eyðublaði má senda þjónustufulltrúa Skátamiðstöðvarinnar á skatar@skatar.is

Nýja eyðublaðið má finna hér.


Privacy Preference Center