Ný endurnýtanleg sakavottorðseyðublöð

Skátamiðstöðin hefur í samvinnu við embætti Ríkissaksóknara útbúið nýtt eyðublað til undirritunar vegna heimildar til að leita í sakaskrá. Nýja eyðublaðið gildir á meðan skáti er í starfi, því er hægt að fletta upp stöðu í sakaskrá árlega án þess að skila þurfi inn nýju skjali. Skjalinu ber að eyða láti skáti af störfum eða óski sérstaklega eftir því. Því þarf eingöngu að skila nýju skjali ef hlé hefur verið gert á skátastarfi.

Þetta fyrirkomulag ætti því að auðvelda okkur öllum utanumhald við skil á sakavottorðsheimildum.

Þeim sem eftir eiga að skila fyrir þetta starfsár geta skilað nýja eyðublaðinu.

Eyðublaðið er þannig útbúið að hægt er að fylla inn allt nema undirskrift áður en prentað er út. Skönnuðu afriti af undirrituðu eyðublaði má senda þjónustufulltrúa Skátamiðstöðvarinnar á skatar@skatar.is

Nýja eyðublaðið má finna hér.