Verkefni 44 - Vinabönd
Verkefni 44 – Vinabönd
Heimsmarkmið númer 17 er samvinna um heimsmarkmiðin þar sem mikilvægt er að allar þjóðir vinni saman í því að ná þeim markmiðum sem við settum okkur. En það líka við um öll verkefni sem við tökum okkur fyrir hendur, það er mikilvægt að gott samstarf ríki milli þeirra sem taka þátt í verkefninu, hvort sem það er á skátafundi, í skólanum eða heima. Traust og heiðarleiki eru eiginleikar sem eru mjög mikilvægir að tileinka sér þegar við vinnum með öðru fólki og eru sem dæmi hluti af skátalögunum okkar.
Vinátta er dæmi um verkefni eða samstarf milli mismunandi einstaklinga þar sem allir aðilar vinna saman í því að halda sambandinu góðu og rækta vinskapinn. Vinátta sem byggir á trausti og heiðarleika er einmitt dæmi um góða vináttu. Verkefni dagsins er því að búa til vinaband sem þið getið gefið vinum ykkar. Vinabandið getur verið tákn um traustið sem ríkir ykkar á milli, skemmtilegan brandara sem þið eigið ykkar á milli eða bara það sem ykkur langar til að það tákni 🙂
Mismunandi gerðir af vinaböndum
Til eru allskonar mismunadi gerðir af vinaböndum og hér eru dæmi um þrjár mismunandi aðferðir til að búa til vinabönd.
Hringstiginn
Þetta vinaband lítur út eins og hringstigi, skemmtilegt vinaband sem kemur mjög vel út á úlnliði.
Það sem þú þarft:
- Bönd í þeim litum sem þú vilt
- Þú mátt hafa eins mörg bönd og þú vilt, en því fleiri bönd sem þú notar því þykkara verður armbandið
- Pappa til að festa böndin í
Horfðu á þetta myndband til að sjá hvernig þú býðr til armbandið


Tyrkjahnútur
Tyrkjahnút er hægt að nota í margvíslega hluti. Það er hægt að gera hann að armbandi og að skátahnút sem dæmi. Það fer bara eftir því hversu mikið af bandi þú notar. Best er að nota þykkt band ef þú ætlar að gera skátahnút og ef þú ætlar að gera vinaband getur þú notað þunnt band. Gott er að vera með töng (t.d. flísatöng) til að nota til að auðvelda aðeins verkið.
Hér getur þú séð myndband um hvernig á að binda tyrkjahnút.
Fiskibeinamynstur
Fiskibeinamynstur eða ‘Chevron’ er skemmtilegt mynstur sem er eins og v í laginu. Þú getur verið með mismunandi liti, bara eftir því hvað þér finnst fallegt. Þetta er búið til úr hnútum og er ekki eins erfitt og það lítur út fyrir að vera.
Hér er flott myndband sem útskýrir vel hvernig þú býrð til fiskibeinamynstur.

Sýndu okkur þín vinabönd undir myllumerkjunum #skátarnir og #stuðkví 😀
Útkall Alþjóðafulltrúi, frestur framlengdur
Stjórn BÍS leitar að 1-2 einstaklingum til að starfa sem alþjóðafulltrúar BÍS næstu tvö árin. Lokafrestur til að senda inn umsókn er 25. maí 2020, nánar hér.
Alþjóðafulltrúi WAGGGS og/eða WOSM
Hlutverk:
- Vera fyrsti tengiliður BÍS við WOSM/WAGGGS og viðhalda góðum samskiptum og upplýsingaflæði milli samtakanna.
- Vera aðal- eða varafulltrúi BÍS í Norðurlandasamstarfi skátabandalaga (NSK)
- Deila upplýsingum frá WAGGGS/WOSM/NSK til viðeigandi aðila (alþjóðaráðs, stjórnar BÍS, fastaráða, vinnuhópa, starfsfólks BÍS, skátafélaga o.fl).
- Fylgjast náið með alþjóðlegum styrkjum sem standa BÍS til boða og láta tengilið alþjóðaráðs BÍS vita um mögulega styrki.
- Vera fyrirmynd í öllu skátastarfi og þátttöku í viðburðum á vegum skáta.
- Vera meðlimur í alþjóðaráði BÍS og sinna hlutverki ráðsins ásamt öðrum meðlimum þess. Alþjóðafulltrúi getur eftir atvikum verið formaður ráðsins.
„Hlutverk alþjóðaráðs er að stuðla að því að að BÍS fylgi stefnum og nýti sér stuðningsefni frá alþjóðasamtökum skáta, WOSM og WAGGGS, ásamt því að annast samskipti við erlend skátabandalög, kynningu á erlendu skátastarfi á Íslandi og íslensku skátastarfi erlendis.“
Verkefni alþjóðamála:
- Alþjóðafulltrúi sér m.a. um eftirfarandi verkefni, í samstarfi við alþjóðaráð og alþjóðatengilið Skátamiðstöðvarinnar:
- Afla upplýsinga um erlenda viðburði (mót, námskeið, fundi o.fl.) og auglýsa eftir fararstjóra/fararhóp.
- Aðstoða fararhópa við undirbúning, framkvæmd og endurmat á þátttöku á viðburðum.
- Ganga úr skugga um að fólk sem sæki námskeið erlendis hafi hlotið viðeigandi þjálfun og upplýsingar varðandi þátttökuna t.d. hvað felst í því að vera fulltrúi BÍS á alþjóðlegum vettvangi og hvers er ætlast af viðkomandi að viðburði loknum.
- Safna gögnum um þátttöku í alþjóðastarfi og eftirfylgni með þátttöku og undirbúa gögn til að kynna fyrir stjórn BÍS, alþjóðaráði og öðrum skátahópum eftir eðli viðburða/námskeiða. Vera reiðubúinn að aðstoða við þróun skátastarfs sem tengist viðburðinum/námskeiðinu.
- Halda utan um reglugerð um utanfarir skáta og að henni sé fylgt í samstarfi við framkvæmdstjóra BÍS.
- Leggja til upplýsingar fyrir fjárhagsáætlun BÍS að verkefnum sem snúa að alþjóðastarfi í samstarfi við alþjóðatengilið Skátamiðstöðvarinnar, gjaldkera og framkvæmdastjóra.
- Halda utan um upplýsingar um alþjóðamál fyrir ársskýrslu BÍS í samstarfi við skrifstofu BÍS.

