Verkefni 40 - Ræktaðu þitt eigið grænmeti

Verkefni 40 – Ræktaðu þitt eigið grænmeti

Í dag ætlum við að setja upp aðstöðu til þess að rækta okkar eigið grænmeti! Það þarf ekki mikið til þess að rækta sitt eigið grænmeti, en það er mikilvægt að fylgjast vel með því og vökva plönturnar reglulega. Það er mjög skemmtilegt að rækta grænmeti og sjá t.d. þegar litlir tómatar byrja að myndast á plöntunni.

Það sem þú þarft: 

  • Mold
  • Fræ
    • Þú getur bæði keypt fræ eða nýtt fræin úr grænmetinu heima
    • Best er að nota fræ úr íslensku grænmeti
  • Blómapott
    • Þú getur líka notað dollur sem falla til á heimilinu, eins og skyr dósir

Settu mold í pott eða dollu
Gerðu gat í moldina fyrir fræin
Settu nokkur fræ í moldina

Settu mold í blómapott og búðu til gat, þú getur t.d. notað skaftið á pensli til að gera gatið. Settu nokkur fræ í moldina.

Settu pottinn á góðan stað, en það er mismunandi hversu mikið sólarljós plöntur þurfa. Leitaðu á internetinu eða athugaðu hvort það standi eitthvað utan á pakkanum af fræjunum.

Mundu að vökva plöntuna og fylgjast með henni! Grænmeti tekur mis langan tíma að vaxa þannig það er mismunandi hversu lengi þú þarft að bíða. Blómkál er dæmi um grænmeti sem er fljótt að vaxa og því sérðu plöntuna vaxa fljótt. Einnig er gaman að byrja á að rækta kál þar sem það er fljótt að vaxa og gefur mikið af sér.

Ekki gleyma að vökva!
Eftir nokkra daga ætti blóm að koma
Svo heldur það áfram að vaxa

Landsmóti skáta frestað til 2021

Gleðilegt sumar.

Eins og við vitum öll þá stóð til að halda Landsmót skáta að Hömrum á Akureyri í sumar. Mikill undirbúningur er búinn að eiga sér stað og stefndi í virkilega gott mót. Aðstæður í samfélaginu hafa hins vegar sett strik í reikninginn og fengið okkur til að endurskoða ákvörðun um mótahald í sumar. Við höfum verið í mjög góðu samstarfi við yfirvöld í þessu ferli og fengið liðsinni þeirra í þessari vinnu.

Stjórn BÍS hefur í ljósi aðstæðna ákveðið að fresta Landsmóti skáta 2020 til næsta sumars. Óvissuþættirnir eru of margir til að geta réttlætt þessa framkvæmd í sumar.

Á næstu vikum munum við kynna betur hvernig verður staðið að Landsmóti skáta að Hömrum 2021. Nánari upplýsingar um endurgreiðslur og skráningu munu koma eigi síðar en 15. maí n.k.

Þessi ákvörðun var erfið en við trúum því að hún hafi verið rétt. Það er mikilvægt að við stöndum saman og vinnum okkur í gegnum þessa veiru.

Með skátakveðju
Stjórn BÍS


Drekaskátamóti aflýst

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna í samfélaginu hefur verið ákveðið að aflýsa Drekaskátamótinu í ár, en óttist ekki, Drekaskátamót verður haldið í júní 2021 með pompi og pragt! Sólstrandaþemað verður á sínum stað og við hlökkum til að sjá ykkur við ströndina á Úlfljótsvatni!

Í tilefni af sólstrandaþemanu viljum við hvetja alla tilvonandi þátttakendur Drekaskátamóts og aðra velunnara að taka þátt í stuttu myndbandi sem verður birt 7. júní kl. 15:00 þegar Drekaskátamóti hefði átt að vera að ljúka í ár.

Til að taka þátt þarft þú að klæða þig upp í sólstrandaþema. Þú gætir til dæmis sett upp sólhatt og sólgleraugu, farið í strápils, vafið um þig stóru strandhandklæði eða annað skemmtilegt sem þér dettur í hug!

Síðan tekur þú mynd af þér og sendir hana á drekaskatamot@skatar.is fyrir 1. júní 2020, þá verður myndin sett inn í Sólstrandamyndbandið mikla!


Privacy Preference Center