Drekaskátamóti aflýst

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna í samfélaginu hefur verið ákveðið að aflýsa Drekaskátamótinu í ár, en óttist ekki, Drekaskátamót verður haldið í júní 2021 með pompi og pragt! Sólstrandaþemað verður á sínum stað og við hlökkum til að sjá ykkur við ströndina á Úlfljótsvatni!

Í tilefni af sólstrandaþemanu viljum við hvetja alla tilvonandi þátttakendur Drekaskátamóts og aðra velunnara að taka þátt í stuttu myndbandi sem verður birt 7. júní kl. 15:00 þegar Drekaskátamóti hefði átt að vera að ljúka í ár.

Til að taka þátt þarft þú að klæða þig upp í sólstrandaþema. Þú gætir til dæmis sett upp sólhatt og sólgleraugu, farið í strápils, vafið um þig stóru strandhandklæði eða annað skemmtilegt sem þér dettur í hug!

Síðan tekur þú mynd af þér og sendir hana á drekaskatamot@skatar.is fyrir 1. júní 2020, þá verður myndin sett inn í Sólstrandamyndbandið mikla!