Netnámskeið-Verndum þau opið

Æskulýðsvettvangurinn ásamt hópi fagaðila í barnaverndarmálum hefur á síðustu mánuðum unnið að því að setja á laggirnar netnámskeið í barnavernd fyrir fólk sem starfar með börnum og ungmennum í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Námskeiðið var opnað formlega í gær fimmtudaginn 26. september með móttöku fyrir þá sem komu að verkefninu.

Við hvetjum alla til að taka þátt.

namskeid.aev.is/courses/barnavernd


Forsíða skatarnir.is

Skatarnir.is fyrsti áfangi kominn í loftið

Forsíða skatarnir.is

Eftir þrotlausa vinnu síðustu tvo mánuði er fyrsti áfangi nýrrar heimasíðu kominn í loftið. Í þessari fyrstu umferð eru komnar góðar síður um öll aldursbil skátastarfsins, sjálfboðaliðastarfið auk upplýsingasíðna um öll skátafélög landsins.
Kíkið í heimsókn á https://skatarnir.is/

Ritstjórn:
Jón Halldór Jónasson
Hulda Mjöll Þorleifsdóttir
Kolbrún Ósk Pétursdóttir
Sigurgeir Bjartur Þórisson
Unnur Líf Kvaran

Þakkir:
Aron Gauti Sigurðarson - Ljósmyndun
Benedikt Þorgilsson - Tæknivinna
Berglind Lilja Björnsdóttir - Textavinna
Guðmundur Vestmann - Uppsetning vefsíðu
Halldór Valberg Skúlason - Ljósmyndun
Margrethe Grönvold Friis - Ljósmyndun
Nanna Guðrún Bjarnadóttir - Ljósmyndun
Sigurður Ólafur Sigurðsson - Ljósmyndun
Sigríður Ágústsdóttir - Yfirlestur
Tryggvi Bragason - Tæknivinna
Auk allra annarra sem aðstoðuðu okkur


Ingólfur Ármannsson er farinn heim

Ingólfur Ármannsson (1936–2019), kennari og síðar fræðslustjóri og skólastjóri Síðuskóla á Akureyri, lést hinn 1. september á 83. aldursári. Ingólfur var framkvæmdastjóri og erindreki Bandalags íslenskra skáta árin 1960–1964. Þótt hann væri lengstum eini starfsmaður bandalagsins tókst honum eindæma vel að standa fyrir öflugu fræðslustarfi. Ingólfur sótti fyrsta Gilwell-námskeiðið á Íslandi árið 1959. Margir skátar sem sóttu námskeiðið þá og næstu ár voru virkjaðir við námskeiðshald og ritun fræðsluefnis undir hans stjórn. Ingólfur stýrði og leiðbeindi á Gilwell-námskeiðum og sat í sameiginlegri norrænni stjórn Jamboree árið 1975, Nordjamb.
Ingólfur bjó á Akureyri frá árinu 1966 ásamt eiginkonu sinni, Hrefnu Hjálmarsdóttur. Þar voru þau hjónin virk í skátastarfi æ síðan. Bandalag íslenskra skáta þakkar Ingólfi ríkulegt framlag til skátastarfs á Íslandi og vottar Hrefnu og börnum þeirra innilega samúð.


Sumar-Gilwell Leiðtogaþjálfun

Sumar-Gilwell leiðtogaþjálfun fór fram á Úlfljótsvatni um liðna helgi. Fimmtán skátar frá hinum ýmsu félögum tóku þátt í fjölbreyttri og fræðandi dagskrá.

Ekki var eingöngu um hefðbundna kennslu að ræða, unnið var með hvataspjöldin, hópavinna í flokkunum og fræðslufyrirlestrar fóru fram utandyra.

Nemendahópnum var skipt í þrjá flokka, Dúfur, Hrafna og Gauka. Reist var tjaldbúð og hver flokkur reisti sitt tjald ásamt ýmsum tjaldbúðarverkefnum. Eldstæði var búið til, fánastöng reist og kæliaðstaða útbúin, auk þess sem allar máltíðir voru eldaðar utandyra.

Á laugardagskvöldið héldu flokkarnir svo í Markferð og leystu ýmsar þrautir m.a. Bátsferð, leðurvinnu og samtal um skátastarf í Gilwell skálanum.

Varðeldur og kvöldvaka var haldin bæði kvöldin og skemmtu þátttakendur sér vel við söng og gleði, sér í lagi þegar Arnór Bjarki spilaði á óvænt hljóðfæri, brauðrist.

Sumar-Gilwell


Privacy Preference Center