Hleð Viðburðir
  • Þessi event er liðinn

Útilífsskólar skáta 2021

Um viðburðinn:

Bandalag íslenskra skáta boðar til fundar um Útilífsskóla skáta 2021 með þeim skátafélögum sem hafa undanfarið starfrækt Útilífsskóla eða hafa áhuga á að koma slíkum á fót á sínu starfsvæði.

Fundurinn fer fram á þessum hlekk á Zoom: https://us02web.zoom.us/j/86027534148

Á fundinum verður skipulega farið yfir hvernig starfsemi útilífsskólanna hefur vaxið undanfarið og hvaða þættir eru taldir stuðla að velgengninni. Á sama tíma verður rýnt ofaní þá þætti starfseminnar sem enn má bæta og hvaða lexíur er talið að megi læra í þeim efnum.

 

  1. Kynning útilífsskólanna og opnun skráningar – 10 mínútur
    Aldrei er góð vísa of oft kveðin. Í stuttu máli verður farið yfir niðursöður könnunar um kynningarmál ásamt því hvað gögnin þvert á félög segja okkur hvernig skátafélög þurfa að standa að því að opna skráningu á sumarnámskeiðin.
  2. Fjöldaviðmið á námskeiðum – 15 mínútur
    Sumarið 2020 virðast þátttökufjöldi hafa verið nálægt hámarki hjá nokkrum skátafélögum ef miðað er við þann hámarksfjölda sem þau tóku á móti í sömu viku það sumarið. En þessi viðmið virðast sveiflast milli félaga jafnvel þegar starfsmannafjöldi er sá sami. Farið verður yfir hvernig vissum skátafélögum hefur tekist með góðu móti að bjóða fleirum að námskeiðum og hvernig þetta er breytilegt milli skátafélaga.
  3. Aldursskipting og inntak – 15 mínútur
    Útilífsskólarnir miða flestir við að bjóða starf fyrir 8 – 12 ára. Engu að síður er þátttaka 11 og 12 ára mjög lítil þvert á félög. Sum félög hafa fært aldurstakmarkið niður í 7 og jafnvel 6 ára en fyrir vikið virðist þátttaka 9 og 10 ára barna minnka. Farið verður yfir hvaða tilraunir hafa verið gerðar með aldursskipt námskeið og fjallað um hvaða áhrif aldur þátttakanda hefur áhrif á rekstur námskeiðs.
  4. Samrænt verklag – 15 mínútur
    Starfsemi útilífsskólanna hefur alltaf verið, er og verður líklegast áfram mjög frábrugðin eftir skátafélögum. Þó eru nokkur atriði sem við teljum að skátafélögin hafi hag af því að samræma. Farið verður yfir þessi atriði og af hverju við höfum öll hag af því að samræma þau. S.s. vinnuhlé starfsfólks, upplýsingamiðlun fyrir og eftir námskeið og fleira.
  5. Þjálfun fyrir sumarið – 10 mínútur
    Farið yfir áætlun um hvernig námskeiðum fyrir útilífsskóla starfsfólk verður háttað í sumar. Ýmislegu verður breytt í ár af nauðsyn en með vexti undanfarin ár og auknum fjölda starfsmanna þarf að hólfa námskeið meira niður eftir hlutverki starfsfólks. Einnig gefst skátafélögum færi á að leggja fram óskir um námskeiðshald.
  6. Nokkrar lexíur um mannauðsmál – 10 mínútur
    Skátafélögin fengu flest niðurstöður könnunnar sem gerð var meðal starfsfólks útilífsskólanna sumarið 2020. Við teljum öll skátafélög hafa gott af því að hafa nokkrar lexíur frá síðustu árum í huga.
  7. Önnur mál – 10 mínútur

Fundurinn verður tekinn upp svo mögulega megi nýta hann til framþróunar á Eloomi námskeiðsvettvangi skátanna.

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Dagsetning:
24/02/2021
Tími
17:30 - 19:00
Aldurshópar:
Róverskátar, Eldri skátar

Skipuleggjandi

Bandalag íslenskra skáta
Sími:
550-9800
Netfang:
skatarnir@skatarnir.is
Vefsíða:
View Skipuleggjandi Website

Staðsetning

Zoom