Hleð Viðburðir
  • Þessi event er liðinn

Útilífsnámskeið skíðasambands skáta

Um viðburðinn:

Skíðasamband skáta og Vetrarskátun standa fyrir útilífsnámskeiði í nágrenni Akureyrar helgina 7.-9. febrúar næstkomandi.

Námskeiðið er opið dróttskátum og eldri, en dróttskátar þurfa að koma í fylgd skátaforingja. Einnig hvetjum við þá sem vilja halda sambærileg námskeið í sínu félagi til að koma og taka þátt.

Þátttakendur fræðast um ýmis atriði tengd vetrar útivist, svo sem klæðnað, búnað, matarræði, skyndihjálp, skíðabúnaði og margt fleira. Þátttakendur gista eina nótt inni, en seinni nóttina í tjaldi.

Skráning fer fram á skatar.felog.is

Þátttökugjald er kr. 8000 innifalið er matur, námskeiðisgögn og skálaleiga

Nákvæm staðsetning verður auglýst þegar nær dregur, en hún ræðst af snjóalögum.

Nánari upplýsingar á jokkna@gmail.com/sími: 6997546

Bestu kveðjur, Skíðasamband skáta

Staðsetning viðburðar á korti

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Byrjar:
07/02/2020
Endar:
09/02/2020
Kostnaður:
8.000kr
Aldurshópar:
Dróttskátar, Rekkaskátar, Róverskátar

Staðsetning

Akureyri
Hlíðafjallavegur
Akureyri, 601 Iceland
+ Google Map