Námskeiðið er ætlað dróttskátum og rekka/róverskátum.
Þátttakendur fræðast um ýmis atriði tengd vetrar útivist, svo sem klæðnað, búnað, mataræði, skyndihjálp, skíðabúnaði og margt fleira. Þátttakendur gista eina nótt inni, en seinni nóttina í tjaldi. Námskeiðið er að mestu leyti verklegt og fer fram að stórum hluta úti.
Kynningarfundur fyrir þátttakendur verður mánudaginn 30. janúar klukkan 20:00 í Hyrnu (Boðið verður upp á streymi). Þá fá þátttakendur útbúnaðarlista og nánari upplýsingar um tilhögun námskeiðisins.
Skráningu lýkur 3. febrúar og fer hún fram inn á Sportabler aðgangi Klakks, hér. Þátttökukostnaður er 8000 kr. og innifalið í gjaldi er gisting, matur og námskeiðisgögn. Ferðakostnaður félaga utan Akureyris á námskeiðið verður niðurgreiddur af BÍS.
Rúta fer frá Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123, á föstudegi og til baka á sunnudegi. Verð fyrir rútu er 4.500 kr á mann.
Ath. Mikilvægt er að taka fram að þátttakendur undir lögaldri verða að vera með ábyrgðaraðila/foringja með sér.
Nánari upplýsingar á tumisnaer@gmail.com eða jokkna@gmail.com