Hleð Viðburðir
  • Þessi event er liðinn

Ungmennaþing 18.febrúar

Um viðburðinn:

Þingið verður haldið þann 18. febrúar í skátamiðstöðinni Hraunbæ 123.

Þingið hefst með setningu kl. 10 og lýkur formlega kl. 18. Aðstaðan opnar kl. 10.

Þátttakendur eru skátar yngri en 26 ára. Skátar sem eru yngri en 13 ára þurfa að koma í fylgd með skátaforingja.

Fyrir þingið verður farið yfir hvernig skuli bera sig á skátaþingi og hvernig hægt er að hafa áhrif innan skátahreyfingarinnar. Eftir það verður hádegismatur ásamt kynningum á viðburðum sem eru framundan og síðan tekur þingið við.

Eftir þingslit kl. 18, tekur við skemmtidagskrá þar em haldin verður árshátíð ungmenna fyrir skáta 13 – 25 ára. Henni lýkur formlega kl. 22.

Verðinu er því skipt í tvennt: allur dagurinn og skemmtidagskráin um kvöldið fyrir 13 ára og eldri er á 6.500 kr. en einungis þingið sem lýkur kl. 18 er á 4.500 kr.

Allur matur er innifalinn í verði.

 

Á þinginu eru til kosninga fjórar stöður innan ungmennaráðs. Leitast er við að hafa jafnt kynjahlutfall í stöðum ráða og hvetjum við því skáta af öllum kynjum til að bjóða sig fram. Framboð mega berast fram til kosninga, öll framboð skulu vera send á uppstillingarnefnd@skatarnir.is með ungmennarad@skatarnir.is í CC. Samkvæmt 26.grein laga BÍS skulu frambjóðendur vera á aldrinum 16-25 ára á því ári sem þeir bjóða sig fram.

Vegna þess að ekki er kosningarár í ár þá þarf ungmennaráð í samstarfi við uppstillingarnefnd að stinga upp á þeim frambjóðendum sem kosnir eru á ungmennaþingi við stjórn BÍS. Stjórnin skipar svo aðila í ráðið og að lokum er leitað að samþykki skátaþings við þessu ferli.

Skráning er inn á sportabler: skraning.skatarnir.is

Fundarboð ungmennaþings á pdf-formi 

Staðsetning viðburðar á korti

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Dagsetning:
18/02/2023
Tími
10:00 - 18:00
Kostnaður:
6500kr.
Aldurshópar:
Fálkaskátar, Dróttskátar, Rekkaskátar, Róverskátar, Fjölskylduskátar, Drekaskátar

Skipuleggjandi

Ungmennaráð BÍS
Netfang:
ungmennarad@skatarnir.is
Vefsíða:
View Skipuleggjandi Website

Staðsetning

Skátamiðstöðin
Hraunbær 123
Reykjavík, Reykjavík 110 Iceland
+ Google Map
Sími:
5509800
Vefsíða:
View Staðsetning Website

BANDALAG ÍSLENSKRA SKÁTA


Hraunbær 123,110 Reykjavík (sjá á korti)Sími: 550 9800Netfang: skatarnir@skatarnir.is 

OPNUNARTÍMI SKRIFSTOFU

Mánudaga – fimmtudaga: 09:00 – 16:00Föstudaga: 09:00 – 13:00

SAMFÉLAGSMIÐLAR


 

Privacy Preference Center