Hleð Viðburðir
  • Þessi event er liðinn

Sportabler námskeið fyrir stjórnendur

Um viðburðinn:

Mánudaginn 21. ágúst heldur Skátamiðstöðin námskeið í sportabler fyrir þau sem hafa hlutverk stjórnenda í Sportabler í skátafélögunum. Skátmiðstöð mælist til að þetta séu félagsforingjar, gjaldkerar, starfsfólk auk mögulega nokkurra einstaklinga innan félags í viðbót sem annast skráningarkerfið. Athugið þetta er námskeið er ekki ætlað foringjum félagsins, upplýsingar um slíkt námskeið má finna hér.

Námskeiðið má sitja í persónu í Skátamiðstöðinni en er einnig hægt að taka þátt í gegnum netið að heiman eða frá skrifstofu skátafélagsins eftir því sem fólki þykir þægilegast. Til að tengjast námskeiðinu í gegnum fjarfundarbúnað er hægt að smella hér. Mikilvægt er að öll sem ætli að sitja námskeiðið skrái sig í á skraning.skatarnir.is en hluti námskeiðsins byggir á að þátttakendur séu skráð í vissan flokk hjá skátunum í Sportabler svo þau geti fengið að reyna á eigin skinni hvernig viss atiriði birtisti skátum og forráðafólki.

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu virkni stjórnenda meginn, hvernig er farið að því að uppfæra og fjarlægja stjórnendur í kerfinu, hvernig afsláttarprófílar eru settir upp, hvernig sýslað er með fjármál í Sportabler, hvernig skuli opna nýjar skráningarleiðir og fjarlægja gamlar og margt margt fleira. Þá verður rými til að spyrja um afmarkaða hluti sem fóll vill læra sem ekki var farið yfir og því svarað eftir bestu getu.

Staðsetning viðburðar á korti

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Dagsetning:
21/08/2023
Tími
19:30 - 21:30
Aldurshópar:
Rekkaskátar, Róverskátar, Eldri skátar

Skipuleggjandi

Skátamiðstöðin

Staðsetning

Skátamiðstöðin
Hraunbær 123
Reykjavík, Reykjavík 110 Iceland
+ Google Map
Sími:
5509800
Vefsíða:
View Staðsetning Website

BANDALAG ÍSLENSKRA SKÁTA


Hraunbær 123,110 Reykjavík (sjá á korti)Sími: 550 9800Netfang: skatarnir@skatarnir.is 

OPNUNARTÍMI SKRIFSTOFU

Mánudaga – fimmtudaga: 09:00 – 16:00Föstudaga: 09:00 – 13:00

SAMFÉLAGSMIÐLAR


 

Privacy Preference Center