Hleð Viðburðir

FRESTAÐ – Samskipti og siðareglur – Námskeiðaáætlun ÆV

Um viðburðinn:

Siðareglur eru mikilvægur hlekkur í því að standa vörð um hagsmuni barna og ungmenna sem taka þátt í íþrótta- og æskulýðsstarfi og til að tryggja öryggi þeirra, sem og starfsfólks og sjálfboðaliða í starfinu.

Æskulýðsvettvangurinn og þau félagasamtök sem saman mynda vettvanginn hafa um árabil starfað samkvæmt siðareglum sem gilda fyrir allt starfsfólk og sjálfboðaliða Æskulýðsvettvangins og eru til þess fallnar að auka tiltrú og traust á starfinu. Þær snúa annars vegar að samskiptum og hins vegar að rekstri og ábyrgð. Gerist aðili brotlegur við reglurnar er heimilt að vísa honum úr starfi, tímabundið eða að fullu.

Námskeið þetta snýr að siðareglum Æskulýðsvettvangsins um samskipti, með áherslu á samskipti ábyrgðaraðila og iðkenda í íþrótta- og æskulýðsstarfi, en þau félagasamtök sem saman mynda Æskulýðsvettvangsinn leggja áherslu á að stuðla að jákvæðum samskiptum, þar sem hver og einn er ábyrgur fyrir orðum sínum og gjörðum.

Markmiðið með námskeiðinu er að kynna siðareglurnar fyrir starfsfólki og sjálfboðaliðum innan félagasamtakanna og innleiða starfshætti í anda þeirra hjá hverjum og einum, sem og félagasamtökum í heild sinni. Tilgangurinn með því er að stuðla að heilbrigðu, uppbyggjandi, vönduðu og öruggu umhverfi fyrir allt fólk í íþrótta- og æskulýðsstarfi.

Á námskeiðinu er m.a. farið yfir eftirfarandi atriði:

  • Hvað eru jákvæð og neikvæð samskipti?
  • Af hverju er siðareglur mikilvægar?
  • Hvernig samskipti eigum við að tileinka okkur gagnvart iðkendum í starfinu?
  • Hvers konar atvik tengd samskiptum geta komið upp í starfinu og hvernig á að bregðast við?
  • Hver er tilkynningarskylda þeirra sem starfa með börnum og ungmennum?

Staðsetning viðburðar á korti

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Dagsetning:
25. nóvember
Tími
17:30 - 20:30
Kostnaður:
Frítt
Aldurshópar:
Rekkaskátar, Róverskátar, Eldri skátar
Vefsíða:
https://www.aev.is/namskeid/samskipti-og-sidareglur-netnamskeid

Skipuleggjandi

Æskulýðsvettvangurinn
Sími:
5682929
Netfang:
aev@aev.is
Vefsíða:
View Skipuleggjandi Website

Staðsetning

KFUM og KFUK
Holtavegur 28
Reykjavík, 104 Iceland
+ Google Map
Sími:
588 8899
Vefsíða:
View Staðsetning Website