
Rekka- og róverskáta mót verður haldið 14. – 20. júlí 2025.
Rekka-og róverskátamót 2025 verður haldið vikuna 14.-20. júlí á Snæfellsnesi. Líkt og síðustu skipti sem mótið var haldið skiptist það í tvo mótshluta: gönguhluta og tjaldbúðarhluta.
Gönguhluti mótsins nær frá mánudeginum 14. júlí til fimmtudagsins 17. júlí en þá tekur við tjaldbúðarhluti mótsins fram á sunnudaginn 20. júlí.
Í gönguhluta mótsins verður tekist á við Vatnaleiðina. Gengið verður frá Bifröst að Hlíðarvatni í þremur leggjum, Bifröst – Langavatn – Hítarvatn – Hlíðarvatn.
Tjaldbúðarhluti mótsins fer fram við Hallkelsstaðahlíð við Hlíðarvatn.
Mótsgjaldið skiptist í tvennt, eitt gjald fyrir gönguhlutann og eitt gjald fyrir tjaldbúðarhlutann.
Verðið fyrir gönguhlutann er 41.000 kr (innifalið er m.a. trúss, gistinátta- og aðstöðugjald á leiðinni)
Verðið fyrir tjaldbúðarhlutann er 43.000 kr (innifalið er gistináttagjald og matur í tjaldbúð)
ATH matur er EKKI innifalinn í gönguhluta mótsins.
Dagskrá verður með svipuðu sniði og áður, mæting á mánudegi á upphafsstað, þrír göngudagar þriðjudagur-fimmtudags þar sem gengið verður Vatnaleiðina og tjaldbúð frá fimmtudegi til sunnudags þar sem unnin verður tjaldbúðarvinna, samfélagsverkefni og ýmis dagskrá í nágrenni Hlíðavatns. Nánari upplýsingar um dagskrána munu berast síðar.
Matur er innifalinn í tjaldbúðarhluta mótsins. Þátttakendum verður skipt í flokka sem munu skiptast á að elda fyrir þátttakendur mótsins. Áhöld og búnaður til eldunar verða á staðnum en þátttakendur skulu koma sjálf með matarsett. ATH matur er EKKI innifalinn í gönguhluta mótsins.
Boðið verður upp á undirbúningsgöngur fyrir mótið. Skátar á þátttöku aldri eru hvött til að nýta tímann fram að móti til að fara í gönguferðir og fjallgöngur ásamt því að rifja upp kortalestur og notkun áttavita í rötun.
Þau sem eru áhugasöm um að vera sjálfboðaliðar eru beðin um að hafa samband við mótsstjórn. Sjálfboðaliðar gætu þurft að greiða gjald fyrir þátttöku sem verður auglýst síðar. Sjálfboðaliðar þurfa að vera eldri en þátttakendur á mótinu, þ.e. einungis eldri skátar geta verið sjálfboðaliðar. Allir sjálfboðaliðar þurf að hafa skrifað undir Sakaskrárheimild og Sæmdarheit sem má nálgast hér.
Ef spurningar vakna má senda þær beint á mótsstjórn hér.