- Þessi event er liðinn
Ræktun, hekl/prjón og fata viðhald
Um viðburðinn:
25. maí verður ræktun, hekl/prjón og smávægilegar bætur á fatnaði. Opið hús fyrir öll ungmenni í Hraunbæ 123 frá klukkan 18:00-21:00.
Áhersla verður lögð á sjálfbærni og gefa þátttakendum skilning á hvaðan maturinn okkar kemur. Til að ná því markmiði munum við bjóða upp á allskonar grænmetisræktun, kryddjurtir og blóm á byrjendastigi. Þátttakendur munu planta fræjunum á staðnum og fá svo að taka þau með sér heim með upplýsingum um hvernig á að hugsa um plöntuna.
Auk þess viljum við gefa þátttakendum tækifæri á að prjóna eða hekla tuskur í góðum félagsskap og í leiðinni fræða þau um þau áhrif sem örtrefjatuskur hafa á umhverfið, en þegar örtrefjatuska er skoluð renna litlar plastagnir í sjóinn sem ekki margir átta sig á.
Mikil vitundarvakning er í samfélaginu í tengslum við hraða tísku (e. fast fashion) og því er fólk að átta sig á því að ekki er alltaf þörf á nýjum fatnaði heldur er hægt að gera við gamlar flíkur og lengja líftíma þeirra! Því munum við einnig bjóða upp á svæði þar sem þátttakendur mæta með flíkur sem þarf að gera við og verður hægt að fá aðstoð við að gera við fatnaðinn.
Þessi viðburður er styrktur af Erasmus+ og Eurodesk Iceland
Staðsetning viðburðar á korti
Klst
Min
Sek
Lykilupplýsingar
- Dagsetning:
- 25/05/2021
- Tími
-
18:00 - 21:00
- Kostnaður:
- Frítt
- Aldurshópar:
- Rekkaskátar, Róverskátar, Dróttskátar
Skipuleggjandi
- Ungmennaráð BÍS
- Netfang:
- ungmennarad@skatarnir.is
- Vefsíða:
- View Skipuleggjandi Website
Staðsetning
- Skátamiðstöðin
-
Hraunbær 123
Reykjavík, Reykjavík 110 Iceland + Google Map - Sími:
- 5509800
- Vefsíða:
- View Staðsetning Website