Hleð Viðburðir
  • Þessi event er liðinn

(Frestað) Ógn að ofan

Um viðburðinn:

ATH: Vegna samkomubanns verður viðburðinum frestað í hið minnsta fram yfir 15. apríl 2020.

Risaspil fyrir róveskáta!

SKRÁNING FER FRAM HÉR

Hvað færðu ef þú tekur stórleik, borðspil og spunaspil og kremur það saman í eina átta tíma kássu? Þá færðu risaspilið Ógn að ofan; æsispennandi leik þar sem þú og liði þitt reynið að halda sjó í ólguhafi pólitíkur og háskalegra geimvera.

Ógn að ofan er risaspil fyrir 40+ þátttakendur. Spilið er þýðing á ensku fyrirmyndinni Watch the Skies. Spilið fer fram í Hinu húsinu í Elliðaárdal frá 9:30-17:00, sunnudaginn 5. apríl 2020. Spilið er opið róver og óver, fyrst koma, fyrst fá, en róverskátar ganga fyrir.

Þátttakendur geta skráð sig sem einstaklingar eða í fjögurra skáta liðum. Þátttakendur skrá sig með þessu formi og fá svo staðfestingu á því hvort þau komist að eða ekki eftir að skráningarfresturinn 10. mars líður. Þegar frestur er liðinn er einstaklingum/liðum úthlutað hlutverki, sem ríkisstjórn ákveðinnar þjóðar, geimverur eða fjölmiðlar.

Skáning: https://forms.gle/huuTtS4s2X1UfLdM8
Þátttökugjald: 2500 kr

Viðburður hefur verið stofnaður á Facebook þar sem frekari upplýsingar koma inn.

 

Staðsetning viðburðar á korti

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Dagsetning:
05/04/2020
Tími
09:30 - 17:00
Kostnaður:
2500kr
Aldurshópar:
Rekkaskátar, Róverskátar

Staðsetning

Hitt Húsið
Rafstöðvarvegi 7-9
Reykjavík, 110 Iceland
+ Google Map