Hleð Viðburðir
  • Þessi event er liðinn

Alheimsmót skáta á internetinu (JOTI)

Um viðburðinn:

Alheimsmót skáta í loftinu og á internetinu, eða JOTA/JOTI eins og það er skammstafað á ensku, er skátamót sem haldið er á alþjóðavísu á hverju ári þriðju helgina í október. Þar gefst skátum allstaðar að úr heiminum tækifæri til þess að kynnast og gera ýmislegt saman gegnum veraldarvefinn eða með fjarskiptabúnaði. Mótið er á vegum WOSM, heimssamtaka skáta.

Í ljósi heimsfaraldurs hefur verið ákveðið að boða til sérstaks alheimsmóts skáta á internetinu helgina 3.-5. apríl. Á meðan mótið stendur yfir gefst skátum 13 ára og eldri tækifæri til að taka þátt í allskyns dagskrá í þema hinna ólíku dagskrárþorpa sem mynda hið rafræna mótsvæði. Á meðal rafrænna dagskrárþorpa verður mannúðarmiðstöð, útvarpsstöð, leikjastöð, rafrænt greni heimsborgarans, tjaldsvæði skátaforingjans og svið fyrir hæfileikakeppni mótsins. Áhersla í allri dagskrá mótsins verður andleg líðan og hvað við getum gert sem skátar á tímum COVID-19.

Rafrænt mótsvæði alheimsmótsins sem fer fram á heimasíðu mótsins.

Við hvetjum öll þau sem eru áhugasöm um þátttöku í þessu skemmtilega móti til að kynna sér frekari upplýsingar og leiðbeiningar sem útbúnar hafa verið á íslensku af starfsfólki Skátamiðstöðvarinnar.

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Byrjar:
03/04/2020 @ 12:00
Endar:
05/04/2020 @ 22:00
Kostnaður:
Ekkert þátttökugjald
Aldurshópar:
Rekkaskátar, Róverskátar, Eldri skátar, Dróttskátar
Vefsíða:
https://www.jotajoti.info/

Skipuleggjandi

WOSM
Netfang:
worldbureau@scout.org
Vefsíða:
View Skipuleggjandi Website