Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Neisti 2022 – FRESTAÐ

08/01/2022 @ 09:00 - 09/01/2022 @ 17:00
9900kr.
Í ljósi nýrra samkomutakmarkana verður Neista frestað – viðburðurinn verður haldinn um leið og tækifæri gefst!
Þökkum þolinmæði og skilning á þessum ófyrirsjáanlegu tímum

Neisti er námskeið fyrir sjálfboðaliða þar sem hver og einn fær tækifæri að velja eigin dagskrá. Markmiðið er að auka færni á ýmsum sviðum skátastarfs og styðja sjálfboðaliða í sínu hlutverki.
Námskeiðið er ætlað starfandi foringjum og sjálfboðaliðum skátafélaga en öll 16 ára og eldri eru velkomin.

Í ljósi aðstæðna í samfélaginu verður Neisti 2022 haldinn á 3 mismunandi staðsetningum og verða ólíkar smiðjur á þeim öllum. Þátttakendur fá því að velja sér staðsetningu eftir eigin áhugasviði og velja eina staðsetningu á laugardegi og aðra á sunnudegi.
Staðsetningarnar eru eftirfarandi:
Vatn – Hraunbyrgi (skátaheimili Hraunbúa, Hjallabraut 51)
Jörð – Skátaheimili Mosverja, Álafossvegur 18
Eldur – Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni – ATH. boðið verður upp á að gista aðfararnótt dagskrár dags á Úlfljótsvatni.

Smiðjurnar miða að því að dýpka þekkingu og færni í dagskrá tengda færnimerkjunum, auka sjálfstraust í ferðum með skátasveit eða aðra hópa skátastarfs, kveikja á skátagaldrinum og auka ævintýri í skátastarfi.

Skráning er opin til og með 2. janúar

Details