Hleð Viðburðir
  • Þessi event er liðinn

Útför Björgvins Magnússonar

bjorgvin magnusson farinn heim

Um viðburðinn:

Útför Björgvins Magnússonar fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 22. desember kl. 15:00. Hægt er að mæta til útfararinnar eða fylgjast með henni í streymi með því að fylgja hlekkinum: https://hljodx.is/index.php/streymi2

Skátar sem hyggjast vera við athöfnina í kirkjunni eru hvött til að mæta í skátabúningi og með skátaklút og þau sem lokið hafa Gilwell þjálfun eru sérstaklega hvött til að bera Gilwell einkennin. Kirkjugestir þurfa að framvísa neikvæðu hraðprófi sem er ekki eldra en 48 klukkustundir og að almennar sóttvarnarreglur gilda.

Björgvin var fæddur 1923, hann gerði margt í þágu skátastarfs á Íslandi og þá sérstaklega á Úlfljótsvatni þar sem hann starfaði frá árinu 1947 og í málefnum Gilwellsþjálfunar á Íslandi. Björgvin lauk Gilwellþjálfun sinni í Gilwell Park 1948 og var einn aðal leiðbeinanda við fyrsta Gilwellnámskeiðið á Úlfljótsvatni 1959 og síðan stjórnandi fjölmargra slíkra í áratugi. Björgvin gerðist ungur skáti í Skátafélaginu Völsungum sem starfaði í tengslum við Laugarnesskólann í Reykjavík. Þegar Völsungar sameinuðust Skátafélagi Reykjavíkur starfaði Björgvin þar og sat m.a. í stjórn félagsins. Einnig starfaði hann um tíma sem félagsforingi Skjöldunga. Fyrir störf sín var Björgvin Magnússon sæmdur æðsta heiðursmerki íslensku skátahreyfingarinnar, Silfurúlfinum árið 1992 og riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu árið 2008 af forseta Íslands.

Í samráði við fjölskyldu Björgvins safnar BÍS minningarstyrkjum til heiðurs Björgvini sem mun renna óskipt til Gilwellskálans á Úlfljótsvatni. Áhugasöm geta fundið allar upplýsingar með því að smella hér.

Staðsetning viðburðar á korti

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Dagsetning:
22/12/2021
Tími
15:00 - 18:00
Aldurshópar:
Drekaskátar, Fálkaskátar, Dróttskátar, Rekkaskátar, Róverskátar, Eldri skátar

Staðsetning

Grafarvogskirkja
Grafarvogskirkja
Reykjavík, Iceland
+ Google Map