- Þessi event er liðinn
Neisti 2021
Um viðburðinn:
Þjálfun, fræðsla og efling sjálfboðaliða frá 16 ára aldri hvort sem þau eru foringjar eða stjórnarfólk.
Nú nýtum við okkur tæknina til hins ýtrasta og höldum RAF-Neista 2021. Hópumst í kring um tölvur og tæki og lærum af þeim bestu, fáum hvatningu og skátaneista til að glæða skátastarfið nýju lífi árið 2021. Viðburðurinn fer að öllu leiti fram í fjarfundarbúnaði og verður linkur sendur á alla skráða þátttakendur.
Skemmtidagskrá verður við rafræna setningu viðburðarins klukkan 19:30 á föstudagskvöldi og stendur til 21:00. Dagskrá verður síðan í gangi laugardag og sunnudag milli 09:00 og 16:00 en nákvæmari tímatafla verður send þátttakendum.
Ýmsar smiðjur standa til boða þetta árið og eru nýjar smiðjur merktar með 💥
- Færnimerkin -grunnnámskeið-
Hvernig virka færnimerkin ? Hvernig er kerfið í kring um þau sett upp ? Hvernig nota ég færnimerkin til að skipuleggja skátastarfið ? Hvar á ég að setja merkin ? Svörin við öllum þessum spurningum fást í þessari smiðju auk þess sem við heyrum reynslusögur sveitarforingja.Leiðbeinandi: Sigurgeir B. Þórisson - 💥 Heimsmarkmiðin
Hvernig notum við heimsmarkmiðin sem táknræna umgjörð í skátastarfi? Hver er reynsla skáta í öðrum löndum? Hvaða stuðningsefni geta skátaforingjar nýtt sér? Heimsmarkmiðahópurinn stýrir smiðju um skátastarf og heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna.Leiðbeinandi: Heimsmarkmiðahópurinn
- 💥 Youtube og skátar
Langar þig að búa til kennsluvideó fyrir skátana þína svo þeir geti unnið færnimerki heima með fjölskyldunni ? Hvernig er best að byggja upp videó fyrir Youtube ? Sonia Nicholson er skáti frá Scotlandi sem heldur úti skemmtilegri youtube rás og miðlar hér af sinni reynslu.Leiðbeinandi: Sonya Nicholson-Guðrúnardóttir (Kennt er á ensku) - Geimurinn, stjörnur og stjörnumerki
Hvernig vekjum við áhuga skátanna á hinum endalausu víddum himingeimsins? Hér fáið þið bæði innsýn í stjörnufræði og hugmyndir að útfærslum í dagskrá.Leiðbeinandi: Sigríður Kristjánsdóttir, jarðeðlisfræðingur - 💥Veðurfræði
Hvernig í ósköpunum á maður að skilja veðurfréttir og nýta sér upplýsingarnar við undirbúning útilega og ferða.
Leiðbeinandi: Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur - Saga skátastarfs
Árið 1907 fór Baden Powell með nokkra unga drengi í útilegu til Brownsea eyju og gaf síðan út bók sem átti eftir að valda straumhvörfum í æskulýðsstarfi um allan heim. Síðan þá hefur ýmislegt merkilegt gerst. Sagnfræðineminn Ásgerður Magnúsdóttir fer yfir sögu skátastarfs.Leiðbeinandi: Ásgerður Magnúsdóttir
- 💥Skátajörm
Það eru ólíkar skoðanir á því hvort gróft matarkex sé ætlað til manneldis eða steypublöndunar en flestir eru á þeirri skoðun að skemmtilegt sé að jarma um skátastarfið. Halldór Valberg verður með stórskemmtilega smiðju um skátajörm.Leiðbeinandi: Halldór ValbergSamskipti og samvinna
- 💥Að halda skátafund í covid – Show and tell
Það er svo sannarlega áskorun að halda skátafundi í heimsfaraldri, en þá er gott að hafa kjörorð skáta hugföst.Leiðbeinendur: Tinnusteinarnir, 10 mín á hvert show and tell
- 💥Skátaminecraft
Láttu leiða þig um undraheima Minecraft og skoðaðu allan skátaheiminn sem búið er að byggja í Skátacraft.Leiðbeinandi: Valur Kári rekkaskáti í Skjöldungum - 💥Trans börn og ungmenni
Fræðsla frá Samtökunum 78 sérsniðin fyrir skátaforingja og leiðbeinendur í æskulýðsstarfi. Hvað er trans? Hvað þurfa foringjar að hafa í huga þegar kemur að trans börnum og ungmennum í skátastarfi ?Leiðbeinandi: Tótla I. SæmundsdóttirForinginn- öruggur leiðtogi
- 💥Skátafundur-grunnnámskeið
Smiðja fyrir nýja foringja og fyrir þá sem vilja skerpa á grunninum. Góð uppskrift að skátafundi og hvernig gott er að skipuleggja fram í tímann. Frábær smiðja sem stuðlar að öryggi foringja í dagskrárgerð.Leiðbeinandi: Katrín, Heiða og Sædís - 💥Útilegur -grunnnámskeið
Hvernig skipulegg ég helgarútilegu ? Í þessari smiðju færðu að prófa góða uppskrift af útilegu og góð ráð við skipulagningu og tímalínu fram að útilegu.Leiðbeinandi: Egill Erlingsson - 💥Svangi mangi og fjallamamma -grunnnámskeið-
Hvernig skipulegg ég matarmál í ferðum og útilegum. Hvernig á að reikna magn fyrir fjölda þátttakenda ? Í þessari smiðju færðu að kafa djúpt í pöntunarskjal fjallamömmu og fjallapabba.Leiðbeinandi: Ragnheiður Ásta Valgeirsdóttir Skátapepp fjallamamma og Hulda María Valgeirsdóttir fyrrum Catering Manager í Kandersteg - Breaking leadership. Not like we’ve been told. (Inngangur)
Spennandi leiðtogaþjálfun með nýrri nálgun fyrir foringja á öllum aldri. Brjótum niður staðalímyndir um foringjahlutverkið, hvernig hefur það áhrif á okkur dag frá degi og hvernig tengist það skátastarfi. Fyrri hluti.Leiðbeinandi: Javier Paniagua Petisco - Breaking leadership. Not like we’ve been told.
Seinni hluti. Nauðsynlegt er að taka þátt í inngangi til að klára seinni hlutann.Leiðbeinandi: Javier Paniagua Petisco - Viðbrögð við áföllum í skátastarfi
Hvað gerum við þegar við stöndum frammi fyrir því að eitthvað erfitt og alvarlegt hefur gerst á skátafundi, í útilegu eða hjá einhverjum í félaginu ? Hvert hringjum við ? Hvaða aðstoð er í boði? Þarf að tala við fjölmiðla ? Getur félagið undirbúið sig fyrir áföll sem eiga enn eftir að ske?Leiðbeinandi: Harpa Ósk Valgeirsdóttir, stjórn BÍS
Klst
Min
Sek
Lykilupplýsingar
- Byrjar:
- 08/01/2021 @ 19:30
- Endar:
- 10/01/2021 @ 16:00
- Kostnaður:
- 3500kr
- Aldurshópar:
- Rekkaskátar, Róverskátar, Eldri skátar
Staðsetning
- Á netinu
Skipuleggjandi
- Bandalag íslenskra skáta
- Sími:
- 550-9800
- Netfang:
- skatarnir@skatarnir.is
- Vefsíða:
- View Skipuleggjandi Website