Neisti er námskeið fyrir skáta 16 ára og eldri til að efla fjölbreytta færni í skátastarfi.
Dagskráin miðar að því að dýpka þekkingu og færni í dagskrá tengda færnimerkjunum, auka sjálfstraust í ferðum með skátasveit eða aðra hópa skátastarfs, kveikja á skátagaldrinum og auka ævintýri í skátastarfi. Þannig er Neisti frábært tækifæri til persónulegra framfara fyrir alla skáta óháð aldri, hlutverki og fyrri reynslu.
Neisti hefst föstudaginn 6. janúar en mæting er klukkan 19:30 á Úlfljótsvatn. Gert er ráð fyrir því að þátttakendur séu búin að borða kvöldmat.
Námskeiðshluti Neista fer fram á laugardegi og sunnudegi og er skipt upp í 2 dagskrárbil fyrir hádegi og 2 eftir hádegi. Í hverju og einu dagskrárbili er boðið upp á 3-5 ólíkar smiðjur þar sem hverju og einu gefið kostur á að velja smiðju eftir sínu áhugasviði og/eða hlutverki.
Seinni part laugardags tekur svo við dagskrá þar sem öllum þátttakendum er stefnt saman til að kynnast betur og skemmta sér.
Námskeiðsgjald er 17.900 krónur og innifalið er matur, dagskrá og gisting. Þátttakendur þurfa sjálf að komast á Úlfljótsvatn.
Skráning er eftir skátafélögum og á sett á 0 krónur þar sem mörg félög greiða fyrir sína þátttakendur og hvetjum við félög að nýta fræðslustyrk sinn hjá BÍS.
Þau sem borga sjálf eru beðin um að haka líka við ‘borga sjálf’ valmöguleikann og áskilur Skátamiðstöðin sér rétt á að setja skáta í greiðsluferli sem skrá sig á 0 krónum en félög hyggjast ekki greiða fyrir.
Með því að skrá skáta á Neista samþykkir þú eftirfarandi skilmála: