Hleð Viðburðir
  • Þessi event er liðinn

Alþjóðlega róvervikan í Kandersteg

Um viðburðinn:

Í tilefni 100 ára afmælis Kandersteg, alþjóðlegu skátamiðstöðvarinnar, á næsta ári hyggst staðurinn fagna því sérstaklega að hafa hvatt ungt fólk til dáða við að skapa betri og frisælli heim í heila öld. Því er ungu fólki boðið að koma á alþjóðlega róver viku í Kandersteg að hljóta þjálfun í að verða ungir talsmenn.

Yfir þessa viku verður ungu fólki frá öllum heimshornum gefið færið á að læra hvernig þau geta haft áþreifanleg áhrif á nærsamfélag sitt, skátafélög og landssamtök. Meginviðfangsefnið er áhrif ungs fólk með fókus á tveimur sviðum.
1) Friður & mannréttindi
2) Sjálfbærni.

Þátttakendur verða valin úr hópi umsækjenda, 31 skáti verða valin af öllum þeim sem sækja um, umsóknarfrestur er til 5. október.

Kröfur fyrir umsækjendur:

  • Viðkomandi verður að hafa virka félagsaðild að BÍS
  • Verður að vera 18-26 ára þegar viðburðurinn fer fram.
  • Verður að fá meðmæli frá BÍS
  • Þarf að geta átt góð samskipti á skrifaðri og mældri ensku.
  • Hafa tíma til að sækja allan viðburðinn.
  • Þarf að hafa fulla bólusetningu gegn Covid-19 með bóluefni viðurkennt af Sviss.
  • Þarf að geta gefið 5 tíma af tíma sínum mánaðarlega frá desember 2022 – desember 2023 til að deila frá viðburðinum á öðrum rafrænum viðburðum yfir árið.
  • Þarf að fylgja verkefninu eftir til enda með að mæta á endurfundi, skila skýrslu og deila framgangi verkefna.

Hvernig sækir þú um?

Fyrst óskar þú eftir meðmælabréfi frá alþjóðafulltrúa WOSM það gerir þú með að senda tölvupóst á berglind@skatarnir.is

Frekari upplýsingar og umsóknarformið má síðan finna á eftirfarandi síðu: https://2023.kisc.ch/events/international-rover-week/

Þátttökukostnaður:

Þátttökugjald er 100 CHF, þátttakendur þurfa síðan að greiða sjálf fyrir ferðalög til og frá viðburðinum.

Staðsetning viðburðar á korti

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Byrjar:
28/12/2022 @ 08:00
Endar:
04/01/2023 @ 17:00
Kostnaður:
100CHF
Aldurshópar:
Rekkaskátar, Róverskátar
Vefsíða:
https://2023.kisc.ch/events/international-rover-week/

Skipuleggjandi

Kandersteg International Scout Center
Netfang:
2023@kisc.ch
Vefsíða:
View Skipuleggjandi Website

Staðsetning

Kandersteg International Scout Center
Wagetiweg 7
Kandersteg, 3718 Switzerland
+ Google Map
Vefsíða:
View Staðsetning Website