Í tilefni sumarkomu stendur Skátafélagið Mosverjar, í samstarfi við Mosfellsbæ, fyrir fjölskylduratleik innan hverfa bæjarins. Leikurinn fer í gang á Sumardaginn fyrsta, þann 23.apríl kl 10.00 og lýkur kl. 18.00 sunnudaginn 26.apríl.
Ratleikurinn virkar þannig að þátttakendur þurfa að leysa, í það minnsta, 5 þrautir af 10 í því hverfi sem fólk býr í. Svo þarf að birta myndir af þrautunum og hvernig þær voru leystar á Instagramaðgangi sínum og merkja myndirnar með myllumerkjunum #Leitinadsumrinu og #Mosverjar. Að kvöldi 26.apríl verða dregnar út fjölskyldur sem fá þátttökuverðlaun. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á Facebook síðu Mosverja, en það verður birt slóð á kort með staðsetningu þrautanna þegar leikurinn hefst og vinningar kynntir m.a.