- Þessi event er liðinn
Lækjarbotnaskáli 100 ára
Um viðburðinn:
Lækjarbotnaskáli 100 ára!
Afmælisathöfn í Árbæjarsafni, sunnudaginn 29. ágúst 2021 kl: 13:00
á vegum Bandalags íslenskra skáta og Skátasambands Reykjavíkur í samstarfi við Árbæjarsafn.
Allir velkomnir
Dagskrá:
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri býður gesti velkomna
Upphafsorð, gestir boðnir velkomnir: Ævar Aðalsteinsson.
Ávarp forseta Íslands hr. Guðna Jóhannessonar, verndara skátahreyfingarinnar.
Skátakórinn: Kórsöngur og skátasöngvar.
Sagan talar, Væringjaskáli – Lækjarbotnaskáli: Haukur Haraldsson.
Skátaþrautir og „skátaæfingar“. Umsjón: Skátafélögin.
Skátakakó í tjaldi. Umsjón: Bakhópur Endurfunda skáta.
Skálinn skoðaður og opinn almenningi.
Varðeldurinn tendraður og skátasöngvar hljóma.
Tjöldun og framkvæmd svæðis: SSR og BÍS.
SKÁTASTARF Í LÆKJARBOTNUM – VÆRINGJASKÁLI – 100 ÁRA
– – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – –
Það þótti all mikið þrekvirki fyrir 100 árum þegar Skátafélagið Væringjar í Reykjavík reisti sér veglegan útivistar- og íveruskála við Lækjarbotna austan Reykjavíkur. Væringjaskálinn var byggður af skátunum sjálfum í sjálfboðavinnu en undir stjórn trésmiða. Skálinn hleypti strax miklu lífi í skátastarfið og opnaði skátum nýjan vettvang til útivistar, rötunar og leikja í umhverfi sínu og gerði slíkt alla tíð þar til hann var fluttur í Árbæjarsafn árið 1962 en þá höfðu skátar reist sér nýjan og stærri skála í Lækjarbotnum. Í Árbæjarsafni stendur Væringjaskálinn enn, keikur og fallegur í umsjón safnsins, veglegur minnisvarði um fyrri reisn. Verður svo áfram, en skátastarfið heldur áfram á gamla staðnum, undir Selfjallinu við Lækjarbotna.
Skátahreyfingin vill nú í samvinnu við Árbæjarsafn minnast merkra tímamóta; – frumherja Væringja í Lækjarbotnum og alls skátastarfsins þar í heila öld, með sérstökum viðburði 29. ágúst n.k. við skálann í Árbæjarsafni.
Öllum skátum er boðið að vera viðstaddir, en aðgangur að Árbæjarsafni er ókeypis þennan dag fyrir þá skáta sem bera skátaklútinn við innganginn.
Forseti Íslands, verndari skátahreyfingarinnar og borgarstjórinn i Reykjavík munu heiðra samkomuna með nærveru sinni. Viðburðurinn hefst kl.13, vinsamlega mætið tímanlega að skálanum.
Athugið að farið verður að gildandi samkomutakmörkunum vegna sóttvarna.
Staðsetning viðburðar á korti
Klst
Min
Sek
Lykilupplýsingar
- Dagsetning:
- 29/08/2021
- Tími
-
13:00 - 17:00
- Aldurshópar:
- Drekaskátar, Fálkaskátar, Dróttskátar, Rekkaskátar, Róverskátar, Eldri skátar
Staðsetning
- Árbæjarsafn
-
Kistuhylur 4
Reykjavík, 110 Iceland + Google Map