Hleð Viðburðir
  • Þessi event er liðinn

Uglan

Um viðburðinn:

Þann 3.-5. september verður skemmtilegur og fræðandi viðburður fyrir rekka- og róverskáta í Vestmannaeyjum.

Markmið viðburðarins er að efla ungmennaþátttöku og áhuga ungmenna á að halda viðburði. Við munum m.a. fara í sund og njóta okkar í fallegu umhverfi.

Það verður engin rúta og mælum við með því að þátttakendur sameinist í bíla. Ungmennaráð mun hjálpa skráðum þátttakendum að sameinast í bíla.

Farið verður með Herjólfi frá Landeyjarhöfn klukkan 19:45 á föstudeginum. Gott er að miða við að leggja af stað í síðasta lagi klukkan 17:00 fyrir þá sem eru að fara frá Reykjavík.

Á laugardeginum verðum við með smiðjur með fræðsluglimmeri, faxaleik, sund og góðri kvöldstemningu.

Á sunnudeginum verðu smá dagskrá, frágángur og svo förum við í Herjólf klukkan 16:00.

Innifalið í verði er Herjólfur, tjaldsvæðið, matur, sund og öll almenn dagskrá. Þátttakendur þurfa sjálf að koma sér til og frá Landeyjarhöfn.
Við munum gista í tjaldi fyrir utan Skátastykkið, skátaskála Faxa og þurfa þátttakendur að koma með sitt eigið tjald og tilheyrandi.

Þetta er fræðsluviðburður og hvetjum við skátafélög til að styrkja þátttöku sinna sjálfboðaliða t.d. með fræðslustyrk skátafélagsins hjá BÍS.

Ps. Það verða lummur í morgunmat

Staðsetning viðburðar á korti

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Byrjar:
03/09/2021 @ 20:00
Endar:
05/09/2021 @ 17:00
Aldurshópar:
Róverskátar, Rekkaskátar

Skipuleggjandi

Ungmennaráð BÍS
Netfang:
ungmennarad@skatarnir.is
Vefsíða:
View Skipuleggjandi Website

Staðsetning

Skátastykki
Skátaskáli
Vestmannaeyjar, 900 Iceland
+ Google Map