Hleð Viðburðir

JOTA/JOTI 2024

Um viðburðinn:

Alheimsmót skáta í loftinu og á internetinu, eða JOTA-JOTI eins og það er skammstafað á ensku, er skátamót þar sem skátar frá öllum heimshornum fá tækifæri til að hittast á skátamóti þó þau séu stödd á mismunandi stöðum í heiminum. Á mótinu gefst skátum allsstaðar að úr heiminum tækifæri til þess að kynnast og gera ýmislegt saman í gegnum veraldarvefinn eða með fjarskiptabúnaði. Mótið er á vegum WOSM, heimssamtaka skáta.

JOTA-JOTI er stærsti skátaviðburðurinn sem er haldinn í heiminum! Nú verður mótið haldið 18. – 20. október 2024. Okkur langar að gera viðburðinn ennþá stærri hér á landi í ár og hvetja fleiri íslenska skáta til þess að taka þátt.

Hægt er að skoða hvernig mótið var í fyrra hér, en þegar nær dregur verða þessar upplýsingar uppfærðar með upplýsingum 2024.

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Byrjar:
18. október @ 08:00
Endar:
20. október @ 17:00
Aldurshópar:
Drekaskátar, Fálkaskátar, Dróttskátar, Rekkaskátar, Róverskátar, Eldri skátar, Fjölskylduskátar

Skipuleggjandi

Alþjóðaráð BÍS