Hleð Viðburðir

Hringborð stjórnarmeðlima

Um viðburðinn:

Hringborðin eru vettvangur fyrir sjálfboðaliða um land allt í samskonar hlutverkum að kynnast innbyrðis, ræða sín á milli þær áskoranir sem þau mæta í sínu starfi og deila á milli sín lausnum og góðum aðferðum.

Hringborðið er fyrir alla stjórnarmeðlimi:

Viðburðurinn er ætlaður öllum þeim sem sitja í stjórnum skátafélaganna, sama hvaða hlutverki þau gegna.

Á þessu hringborði ætlum við að byrja á að ræða um hlutverk sjálfboðaliða,  hvað drífur sjálfboðaliðana áfram, hvernig virkjum við nýja sjálfboðaliða og höldum um leið í þá gömlu.  Einnig fá þau sem gegna samskonar hlutverkum í stjórnunum tækifæri til að kynnast innbyrðis, ræða sín á milli þær áskoranir sem þau mæta í sínu starfi og deila á milli sín lausnum og góðum aðferðum.

Hvar verður hringborðið:

Viðburðurinn verður í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123. Þau sem vilja mæta á viðburðinn gegnum fjarfund mega endilega senda póst á skatarnir@skatarnir.is og við munum finna lausn við því.

Skráning á hringborðið:

Skráning á öll hringborðin fer fram á skraning.skatarnir.is, mikilvægt er að skrá sig svo skipuleggjendur geta áætlað skiptingu í rýmin miðað við umræðuhópa og umræðuefni.

Hvað verður á dagskrá við hringborðið:

Dagskrá hringborðsins er í höndum Skátaskólans sem birtir dagskrá þegar nær dregur, hægt er að senda þeim tillögu að málefnum til að ræða á fundinum með að senda þeim tölvupóst.

 

Staðsetning viðburðar á korti

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Dagsetning:
14. október
Tími
19:30 - 21:00
Kostnaður:
Frítt
Aldurshópar:
Rekkaskátar, Róverskátar, Eldri skátar

Skipuleggjandi

Skátaskólinn
Sími:
5509800
Netfang:
skataskolinn@skatarnir.is
Vefsíða:
View Skipuleggjandi Website

Staðsetning

Skátamiðstöðin
Hraunbær 123
Reykjavík, Reykjavík 110 Iceland
+ Google Map
Sími:
5509800
Vefsíða:
View Staðsetning Website