
Við bjóðum ykkur velkomin á Úlfljótsvatn sunnudaginn 4. desember til að fagna aðdraganda jóla, eiga góða og huggulega stund með fjölskyldu, vinum eða skátum, öll eru velkomin. Jólaskógurinn á Úlfljótsvatni geymir lítil ævintýri fyrir unga sem aldna, þar sem við fáum að njóta tónlistar, fá okkur heitt súkkulaði, sykurpúða og setjumst í kring um varðeldinn að skátasið. Komið og njótið hátíðleika jólaljósanna í undralandinu okkar. Aðgangur ókeypis.