Hleð Viðburðir
  • Þessi event er liðinn

Húllumhæ á Zoom – Opinn fundur Ungmennaráðs

Um viðburðinn:

Hvað getur ungmennaráð gert fyrir þig? Hvað vilt þú í þínu rekkastarfi? Hvað vilt þú í þínu róverstarfi? Hvar á ungmennaþing að vera? Hvað vilt þú frá BÍS? Hvað á ungmennaþing að vera?

Ungmennaráð vill vita hvað ÞÉR finnst um allt þetta og fullt fleira!

Sunnudaginn 22. nóvember vill ungmennaráð bjóða öllum rekka-og róverskátum að hittast á Zoom til að ræða um allskonar hluti tengda ungmennaráði, ungmennaþingi, skátastarfi rekka- og róverskáta og bara hafa smá gaman saman líka. Þetta verður ekki formlegur fundur heldur bara róleg kvöldstund til að spjalla um hluti tengda skátastarfi.

Hér er hlekkur á fundinn.

Ef þið viljið koma ykkar skoðunum á framfæri en komist ekki á fundinn megiði endilega senda póst á ungmennarad@skatar.is með spurningum, pælingum, athugasemdum eða bara hverju sem er í rauninni! Við viljum heyra frá þér.

Staðsetning viðburðar á korti

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Dagsetning:
22/11/2020
Tími
20:00 - 22:00
Kostnaður:
Frítt
Aldurshópar:
Rekkaskátar, Róverskátar

Skipuleggjandi

Ungmennaráð BÍS
Netfang:
ungmennarad@skatarnir.is
Vefsíða:
View Skipuleggjandi Website

Staðsetning

Skátaheimili Ægisbúa
Neshagi 3
Reykjavík, 107 Iceland
+ Google Map