- Þessi event er liðinn
Hringborð fálkaskátaforingja
Um viðburðinn:
Hringborðin er nýjung í skátastarfi. Þessi viðburður er samráðsvettvangur fyrir skátaforingja vissra aldursbila til þess að koma saman, stilla strengi, skerpa á ákveðnum málefnum, deila reynslu og ræða mikilvæg umræðuefni. Við hvert hringborð verður erindreki BÍS í blönduðu hlutverki áheyrnarfulltrúa og fundarstjóra.
Fyrir hverja er viðburðurinn
Viðburðurinn er ætlaður skátaforingjum sem halda utan um fálkaskátastarf. Við viljum bjóða upp á vettvang þar sem skátaforingjar geta speglað sig við aðra skátaforingja og aðstoðað hvert annað við að móta drekaskátastarf á Íslandi.
Hvar er viðburðurinn
Viðburðurinn verður í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123 en þau sem vilja mæta á viðburðinn gegnum fjarfund geta fylgt hlekk á fundinn með því að smella hér.
Skráning á viðburðinn
Skráning á öll hringborðin fer fram á skraning.skatarnir.is en það er ekki nauðsynlegt að skrá sig til að mæta.
Hvað verður til umræðu á fundinum:
- Sveitarútilegur (hvers vegna mikilvægt, hvað er að hindra, getum við stutt betur)
Í flestum félögum er ein stærsta breytingin á fálkaskátaaldri sú fjölgun tækifæra á að fara í ferðir og útilegu og í starfsgrunni BÍS er gert ráð fyrir a.m.k. 10 gistinóttum á starfsári samanborið við 5 á aldri drekaskáta. En talsvert ólíkt er eftir félögum hvort farið sé í sveitarútlegur á aldri fálkaskáta og þegar félög fara er ólíkt hversu oft er farið á ári. Við hringborðið munum við ræða hvers vegna sveitarútilegur skipta máli í fálkaskátum, hvernig þær styðja við aukin áhuga fálkaskáta á starfinu og hvað þær gera fyrir félagsandann milli skáta í sveitinni. En við munum einnig ræða hvaða hindranir skátaforingjar nema fyrir því að fara í sveitarútilegur og hvaða stuðningur myndi nýtast skátaforingjum við skipulag og framkvæmd sveitarútilegna. - Spennandi tækifæri í dagsferðum (Er hægt að búa til sniðmát)
Dagsferðir eru skemmtileg leið til að bæta við og útvíkka sveitarstarfið, í starfsgrunni BÍS er gert ráð fyrir a.m.k. 2 dagsferðum á starfsári. Við hringborðið verða ræddar sniðugar dagsferðir sem hafa verið farnar, kannað hvaða hindranir séu helst við að fara í dagsferðir með fálkaskáta og hvort að sniðmát og önnur verkfæri gætu stutt við skipulag og framkvæmd dagsferða. - Flokkastarf og skipulag sveitar
Fálkaskátar kynnast iðulega flokkastarfi fyrst á aldri fálkaskáta og óskastaðan er þegar flokkastarfið er grunnurinn að skipulagi og framkvæmd sveitarfunda en reglulega komast félög ekki af stað í flokkastarfi og þess í stað er allt keyrt á sveitarstigi. Við hringborðið verður til umræðu hvernig maður setur flokkastarfið af stað, hvaða aðferðum hefur verið beitt til að styðja við það og hvernig skátaforingjum tekst að halda sig við þetta líkan.
Í lok viðburðar verður gefið rými fyrir dagskrá eða málefni sem að skátaforingjarnir geta sjálfir komið með.
Staðsetning viðburðar á korti
Klst
Min
Sek
Lykilupplýsingar
- Dagsetning:
- 20/10/2022
- Tími
-
20:00 - 22:00
- Kostnaður:
- Frítt
- Aldurshópar:
- Fálkaskátar
Skipuleggjandi
- Bandalag íslenskra skáta
- Sími:
- 550-9800
- Netfang:
- skatarnir@skatarnir.is
- Vefsíða:
- View Skipuleggjandi Website
Staðsetning
- Skátamiðstöðin
-
Hraunbær 123
Reykjavík, Reykjavík 110 Iceland + Google Map - Sími:
- 5509800
- Vefsíða:
- View Staðsetning Website