Hleð Viðburðir
  • Þessi event er liðinn

Hátíðarkvöldvaka 2. nóvember

Um viðburðinn:

Í tilefni 110 ára afmæli skátastarfs á Íslandi og 100 ára afmæli kvenskátastarfs mun Skátasamband Reykjavíkur ásamt Bandalagi íslenskar skáta halda Afmæliskvöldvöku 2. nóvember næst komandi.
Við hvetjum alla skáta unga sem aldna á að fjölmenna og samgleðjast á þessum hátíðisdegi okkar, tendra skátalogan innra með okkur með söng og gleði.
Kvöldvakan verður haldin í ráðhúsi Reykjavíkur 2. nóvember kl. 18:00
og vonumst við til þess að skátafélög fjölmenni í skátabúning á viðburðinn.

Dagskrá kvöldsins:
17:30 Húsið opnar
18:00 Kvöldvaka hefst
19:15 Kvöldvöku slitið og endurnýjað skátaheitið.
20:00 Allir farnir út

Upphaf skátahreyfingarinnar á Íslands var þann 2. nóvember 1912 þegar Skátafélag Reykjavíkur var stofnað aðeins fimm árum eftir útileguna á Brownsea eyju 1907. Á þeim tíma komu saman nokkrir skátafélagar og hittust í „Fjósinu“ að baki Menntaskólans við Reykjavík. Tíu árum síðar, eða árið 1922, var Kvenskátafélag Reykjavíkur stofnað og árið 1927 var Bandalag íslenskra skáta stofnað.
Nú 110 árum seinna hafa skátar sett sinn sess í íslenska samfélagið og er enn í grósku til framtíðar.

Staðsetning viðburðar á korti

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Dagsetning:
02/11/2022
Tími
18:00 - 19:15
Kostnaður:
Frítt
Aldurshópar:
Drekaskátar, Fálkaskátar, Dróttskátar, Rekkaskátar, Róverskátar, Eldri skátar

Staðsetning

Ráðhús Reykjavíkur
Tjarnargata 11, 101 Reykjavík
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map