ATH: Vegna samkomubanns verður viðburðinum frestað í hið minnsta fram yfir 15. apríl 2020.
Í þessu örnámskeiði munum við fara saman yfir grunninn að hinseginleikanum, fara yfir grunnhugtök, orðanotkun og snertifleti þess við starf með ungmennum. K-in okkar fjögur kynhneigð, kynvitund, kyneinkenni og kyntjáningu. Skoða saman myndbönd, gera æfingar úr aðstæðum sem geta komið upp í starfi með ungmennum og taka umræður um það sem getur komið upp í ykkar daglega starfi.
Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna’78, mun sjá um námskeiðið og eru allir 16 ára og eldri velkomnir.