- Þessi event er liðinn
Hausthátíð að Hömrum
Um viðburðinn:
Laugardaginn 17. september höldum við hausthátíð á Hömrum. Við byrjum með dagskrá fyrir skáta af yngri kynslóðinni kl. 13 þar sem boðið verður upp á báta, bíla, hoppukastala og fleira. Seinnipartinn verður dagskrá fyrir alla eldri skáta (Rekka- og Róver og eldri), St. Georgs, velunnara, starfsmenn og stjórnir Hamra og Klakks fyrr og nú, auk foreldra og forráðamanna skáta.
Nú eru liðin 22 ár frá því að við opnuðum útilífsmiðstöðina að Hömrum formlega með skátamótinu Skjótum rótum 29. júní árið 2000. Á tuttugu ára afmælisári Hamra 2020, stóð til að fagna áfanganum en vegna aðstæðna í heiminum reyndist það ómögulegt, svo nú ætlum við að hittast og fagna. Árið í ár er reyndar líka mikið tímamóta ár hjá okkur því í sumar var tjaldsvæðinu að Þórunnarstræti lokað og með haustinu lætur Tryggvi Marinósson af störfum hér að Hömrum eftir 14 ár í starfi framkvæmdastjóra og þar á undan var hann auðvitað frumkvöðullinn að uppbyggingunni hér og stýrði stjórn Hamra fram að því að hann tók við sem framkvæmdastjóri. Eins er árið í ár merkilegt fyrir þær sakir að, þann 18. ágúst 2022 varð Tryggvi sjötugur og um leið og við óskum honum til hamingju með daginn, þökkum við honum kærlega fyrir að hafa bæði fengið góða hugmynd og fylgt henni svona vel úr hlaði að hún er orðin að þeim veruleika sem bæði við og gestir okkar þekkja og njóta. Það er mikil vinna sem fylgir því að gera góða hugmynd að veruleika.
Hausthátíðin að Hömrum þann 17. september er því í senn gott tækifæri til að líta um öxl og rifja upp hvað unnist hefur, gleðjast og fagna þeim áfanga sem bæði Hamrar og Tryggvi hafa náð, auk þess sem gott tækifæri gefst til að spá í hvað framtíðin ber í skauti sér. Dagskráin byggir á blandi af fræðslu og skemmtun auk þess sem í boði verða veitingar. Ekki er nauðsynlegt að taka þátt í allri dagskránni en okkur þætti gaman að sjá sem flesta og þó það sé ekki nein skráningarskylda verður viðburður vegna þessa settur á samfélagsmiðilinn Facebook þar sem hægt verður að tilkynna um komu sína.
Dagskrá
13:00 ,,Skjótum rótum”, leikjadagkrá fyrir yngri kynslóðina
16:00 ,,Byggjum brú”, gróðursetning
17:00 ,,Áfram veginn”, útsýnis- og fræðsluferð um svæðið
18:00 ,,Álfar og tröll”, Sögustund og framtíðarsýn
19:00 ,,Hönd í hönd”, Grillveisla
20:30 ,,Á víkingaslóð”, Kvöldvaka
22:30 ,,Í tak við tímann”, Kvöldkaffi
23:30 ,,Nýtt upphaf”, haldið heim á leið
Hlökkum til að sjá sem flesta
Fh. stjórnar Hamra
Ásgeir Hreiðarsson
asgeir@hamrar.is
8614611
Staðsetning viðburðar á korti
Klst
Min
Sek
Lykilupplýsingar
- Dagsetning:
- 17/09/2022
- Tími
-
13:00 - 23:30
- Kostnaður:
- Frítt
- Aldurshópar:
- Drekaskátar, Fálkaskátar, Dróttskátar, Rekkaskátar, Róverskátar, Eldri skátar, Fjölskylduskátar
- Vefsíða:
- https://www.facebook.com/events/1210208539836329/?ref=newsfeed
Skipuleggjandi
- Hamrar, útilífs- og umhverfismiðstöð skáta
- Sími:
- 461 2264
- Netfang:
- hamrar@hamrar.is
- Vefsíða:
- View Skipuleggjandi Website
Staðsetning
- Hamrar, útilífs- og umhverfismiðstöð skáta
-
Hamrar
Akureyri, Akureyri 600 Iceland + Google Map - Sími:
- 461 2264
- Vefsíða:
- View Staðsetning Website