Hleð Viðburðir
  • Þessi event er liðinn

Hringborð rekkaskátaforingja

Um viðburðinn:

Um viðburðinn:Hringborðin eru vettvangur fyrir sjálfboðaliða um land allt í samskonar hlutverkum að kynnast innbyrðis, ræða sín á milli þær áskoranir sem þau mæta í sínu starfi og deila á milli sín lausnum og góðum aðferðum. Við hvert hringborð verður erindreki BÍS í blönduðu hlutverki áheyrnarfulltrúa og fundarstjóra.

Fyrir hverja er viðburðurinn:

Viðburðurinn er ætlaður skátaforingjum rekkaskáta. Í sumum skátafélögum leiðbeina eldri skátaforingjar rekkaskátunum í starfi á meðan að í öðrum félögum stýra rekkaskátarnir eigin starfi en njóta stuðning eldri skáta eftir þörfum. Í ljósi þessa og í anda ungmennaþátttöku óskum við eftir því að hvert skátafélag sendi skátaforingja aldursbilsins en að sveitirnar velji líka 1 – 2 fulltrúa rekkaskáta til að taka þátt líka. Þau sem vilja mæta á viðburðinn gegnum fjarfund geta fylgt hlekk á fundinn með að smella hér:

Skráning á viðburðinn:

Skráning á öll hringborðin fer fram á skraning.skatarnir.is en það er ekki nauðsynlegt að skrá sig til að mæta.

Hvað verður til umræðu á fundinum:

  1. Rekkaskátanetið – Erindreki BÍS
    Á síðasta hringborði rekkaskátaforingja í október 2020 var rætt um að fara í sameiginlegt átak þvert á skátafélög með stuðning landsskrifstofunnar til að efla viðburðarúrval og dagskrármöguleika innan rekkaskáta. Sett yrði á fót svokallað rekkaskátanet sem myndi keyra þrjá viðburði yfir árið, hvert félag myndi leggja til einn skátaforingja og einn rekkaskáta til að annast skipulag og framkvæmd eins þessara þriggja viðburða, Skátamiðstöðin myndi styðja við bakið á skipulaginu við mótun fjárhagsáætlunar og í skráningarmálum. Þetta hefur síðan verið sett í starfsáætlun BÍS. Á fundinum verður Rekkaskátanetið sett formlega á fót, kynnt betur og safnað í félög til að annast fyrsta viðburðinn í nóvember.
  2. Forsetamerk Rekkaskáta – Védís Helgadóttir, starfsráð
    Forsetamerki Rekkaskáta er stærsta markmiðið í skilgreindu starfi aldursbilsins en stuðningur við markmiðasetningu og vinnu rekkaskáta tengd merkinu er víðast ábótavant. Védís Helgadóttir fer suttlega yfir umgjörð forsetamerkisins og eftir það verða eftirfarandi spurningar ræddar.
    – Hvernig geta foringjar veitt virkari stuðning við rekkaskáta og hvatt þau áfram?
    – Hvaða stuðning vantar foringjum til að styðja betur við rekkaskáta á vegferð að forsetamerkinu?
    – Hvað mætti betur fara í þjálfun?
    – Hvernig mætti betur halda utan um hver séu að vinna að merkinu og hver ekki?
    – Hvernig er best að auglýsa tækifæri fyrir rekkaskáta tengd vinnu að forsetamerkinu?
  3. Tækifæri utan sveitarstarfs til persónulegra framfara – Davíð Þrastarson, rekkaskáti, formaður Ungmennaráðs og áheyrnarfulltrúi ungmenna í stjórn BÍS
    Frelsi, seigla, útsjónarsemi eru kjörorð aldursbilsins. Á rekkaskátaaldri ætlumst við til að samstarf þvert á félög aukist, skátarnir geti fengist á við verkefni sem einstaklingar eftir eigin áhuga og fara að hafa sterka rödd í málefnum skátahreyfingarinnar. Davíð Þrastarson segir okkur stuttlega frá sínu starfi sem rekkaskáti og frá þeim ótal tækifærum sem hann nýtti sér utan sveitarstarfsins. Eftir á ræðum við mikilvægi þess fyrir einstaklinginn og félagið að finna áhuga rekkaskáta greiðan farveg og hvernig persónulegar framfarir skipta höfuðmáli í starfi rekkaskáta.
    – Hvernig geta landssamtökin og rekkaskátaforingjar tryggt rekkaskátum bestu upplýsingarnar hverju sinni?
    – Hvernig geta Rekkaskátanetið og forsetamerkið nýst þessu markmiði í starfinu?
    – Hvaða hindranir eru í vegi fyrir rekkaskátum að stíga út fyrir sveitarstarfið?

Í lok viðburðar verður gefið rými fyrir dagskrá sem að skátaforingjar rekkaskátar eða rekkaskátarnir sjálfir koma með tillögu að.

Staðsetning viðburðar á korti

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Dagsetning:
21/09/2022
Tími
19:30 - 21:00
Aldurshópar:
Róverskátar, Eldri skátar, Rekkaskátar

Skipuleggjandi

Starfsráð BÍS
Sími:
5509800
Netfang:
starfsrad@skatarnir.is
Vefsíða:
View Skipuleggjandi Website

Staðsetning

Skátamiðstöðin
Hraunbær 123
Reykjavík, Reykjavík 110 Iceland
+ Google Map
Sími:
5509800
Vefsíða:
View Staðsetning Website