Hleð Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi event er liðinn

Foringjanámskeið 2024

06/09/2024 - 08/09/2024

21000kr

Hvað gera sveitar- og aðstoðarsveitarforingjar?

Hvaða verkefnum á ég að vera að sinna sem foringi?

Komdu á námskeið þar sem markmið okkar er að svara þessum spurningum, bjóða upp á smiðjur sem nýtast ykkur í starfi og skemmta okkur saman!

Námskeiðið er ætlað starfandi skátaforingjum 16 ára og eldri (fædd 2008 eða fyrr) og er ætlast til þess að foringjar sæki námskeiðið á fyrsta starfsári sínu.

Námskeiðið er sameiginlegt fyrir sveitar- og aðstoðarsveitarforingja og er miðað við það að 16-18 ára fari á námskeið fyrir aðstoðarsveitarforingja og 18 ára og eldri fari á námskeið fyrir sveitarforingja.

STAÐSETNING

Lækjarbotnar

VERÐ OG SKRÁNING

Námskeiðið kostar 21.000 krónur og er skráning opin á Abler. Skráningarfrestur rennur út 1. september

Skráning er eftir félögum og er stillt á 0 krónur þar sem reikningur verður sendur á félögin. Þau sem ætla að borga fyrir eigin þátttöku á viðburðinum haka við valmöguleikan „Borga sjálf“

SKILMÁLAR

Með því að skrá skáta á foringjanámskeið samþykkir þú eftirfarandi skilmála:

  1. Þátttakendur sem skrá sig á 0 krónur skuldbinda sig til að greiða fullt gjald ef í ljós kemur að félag hyggst ekki greiða fyrir þau.
  2. Staðfestingargjaldið, 10% af námskeiðsgjaldi, og er það óafturkræft.
  3. Þátttakendur eru ekki sérstaklega slysatryggðir, ábyrgðartryggðir eða vátryggðir að öðru leyti af Bandalag íslenskra skáta (BÍS) í skátastarfi, bent er á að þessar tryggingar eru oft hluti af heimilis- og fjölskyldutryggingum og öðrum almannatryggingum forráðafólks.
  4. Meðferð persónugreinanlegra upplýsinga sem skráðar eru vegna þátttöku er í samræmi við samþykkta persónuverndarstefnu BÍS sem finna má hér (https://skatarnir.is/personuverndarstefna/).
  5. BÍS eða umsjónaraðili á þess vegum getur þurft að aflýsa viðburðum og mótum vegna gildra og óviðráðanlegra aðstæðna s.s. vegna náttúruhamfara, hryðjuverka, stríðs, heimsfaraldra o.fl. Við þessar aðstæður áskilur BÍS sér rétt til þess að endurgreiða ekki mótsgjaldið, þótt ávallt sé leitast eftir að hámarka endurgreiðslu til þátttakenda.
  6. Bandalag íslenskra skáta áskilur sér rétt til að halda eftir hluta af gjaldi þátttakandi greiðir sem hér segir:
    Ef hætt er við þátttöku 1 mánuði fyrir viðburð er staðfestingargjaldi haldið eftir.
    Ef skátinn hættir við þátttöku 3 vikum fyrir viðburð, er 50% af gjaldi haldið eftir.
    Ef skátinn hættir við þátttöku 14 dögum fyrir viðburð, er 75% af gjaldi haldið eftir.
    Ef skátinn hættir við þátttöku þegar skemmra er til viðburðar en sem nemur 14 dögum verður endurgreiðsla engin.

 

Upplýsingar

Byrja:
06/09/2024
Enda:
08/09/2024
Verð:
21000kr
Viðburður Categories:
, ,

Skipuleggjandi

Leiðbeinendasveitin
Sími:
5509800
Netfang:
leidbeinendasveit@skatarnir.is
View Skipuleggjandi Website

Staðsetning

Lækjabotnar
Lækjarbotnaland 33
Kópavogur, 206
+ Google Map
View Staðsetning Website

BANDALAG ÍSLENSKRA SKÁTA


Hraunbær 123,110 Reykjavík (sjá á korti)Sími: 550 9800Netfang: skatarnir@skatarnir.is 

OPNUNARTÍMI SKRIFSTOFU

Mánudaga – fimmtudaga: 09:00 – 16:00Föstudaga: 09:00 – 13:00

SAMFÉLAGSMIÐLAR


 

Privacy Preference Center