Hleð Viðburðir
  • Þessi event er liðinn

FálkaKraftur

Um viðburðinn:

FálkaKraftur er námskeið fyrir fálkaskáta á vegum Leiðbeinendasveitarinnar þar sem lögð er áhersla á að þjálfa fálkaskáta í flokkastarfi,  plana-gera-meta (PGM) og samvinnu.

Fyrirkomulag námskeiðanna er þannig að skátafélögin óska eftir því að fá Leiðbeinendasveitina til sín þá daga sem boðið er upp á Fálkakraft. Skátafélögin sem óska eftir FálkaKrafti fyrir sínar fálkaskátasveitir útvega húsnæði fyrir námskeiðin (t.d. skátaheimili eða skátaskála) og þannig kemur Fálkakrafturinn til skátafélaganna! Vert er að taka fram að fálkaskátasveitir geta einnig sameinast um að fá FálkaKraft til sín.

Hvert námskeið stendur yfir í 5 klukkustundir (einn eftirmiðdag) og því er tilvalið að prjóna lengri dagskrá við Fálkakraftinn, t.d. sveitarútilegu yfir alla helgina eða innilegu í skátaheimilinu.

Dagskrá Fálkakrafts byggist að mestu leyti á leikjum og reynslunámi þar sem fálkaskátarnir fá færi á að kynnast gildum skátahreyfingarinnar, þjálfast í flokkastarfi, PGM og samvinnu. Á námskeiðunum munu þátttakendur fá tækifæri til þess að stíga sín fyrstu skref sem leiðtogar á meðal jafningja en lagt verður upp úr því að þátttakendur læri um lýðræði í lýðræðislegu starfi.

SKRÁNING

Skátafélög óska eftir að fá FálkaKraft í sitt félag á auglýstum dagsetningum með því að senda tölvupóst á leidbeinendasveit@skatarnir.is.

VERÐ

Verð fyrir viðburðinn er 50.000 fyrir 0-20 þátttakendur og 65.000 fyrir 20-30 þátttakendur. Reikningur verður sendur á félögin fyrir þátttökugjaldinu eftir því hve margir taka þátt.

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Dagsetning:
11/11/2023
Kostnaður:
50000kr
Aldurshópar:
Fálkaskátar

Skipuleggjandi

Leiðbeinendasveitin
Sími:
5509800
Netfang:
leidbeinendasveit@skatarnir.is
Vefsíða:
View Skipuleggjandi Website

BANDALAG ÍSLENSKRA SKÁTA


Hraunbær 123,110 Reykjavík (sjá á korti)Sími: 550 9800Netfang: skatarnir@skatarnir.is 

OPNUNARTÍMI SKRIFSTOFU

Mánudaga – fimmtudaga: 09:00 – 16:00Föstudaga: 09:00 – 13:00

SAMFÉLAGSMIÐLAR


 

Privacy Preference Center