Ds. Súrr-Realismi
Um viðburðinn:
Ds. Súrr-Realismi er skapandi og skemmtilegur viðburður fyrir dróttskáta sem hefur verið freast til 25.-27. apríl 2025. Markmið helgarinnar er að hanna og súrra stærðarinnar trönubyggingu!
Hefur þig dreymt um að súrra Eiffel-turninn, risa þrautabraut, útsýnisturn eða eitthvað annað magnað?
Þá er þetta viðburðurinn fyrir þig!
Á dagskrá er að nýta hugmyndaflugið og hanna risa trönubyggingu og að sjálfsögðu láta hana verða að veruleika. Einnig munu þátttakendur spreyta sig í útieldun, slá upp tjaldbúð, kynnast hvoru öðru og njóta útivistar við Úlfljótsvatn.
Þú þarft ekki að kunna að súrra til þess að taka þátt, þú þarft bara að hafa áhuga!
Þú munt læra allt á staðnum.
Taktu þessari áskorun og skráðu þig núna!
Hvenær: 25.-27. apríl
Staðsetning: Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni. Þátttakendur munu gista í tjöldum sem þau koma með sjálf. Viðburðurinn mun svo hafa bækistöð í Strýtunni, samkomuhúsi á Úlfljótsvatni, þar sem hægt verður að borða saman, hanna og skipuleggja verkefni helgarinnar og njóta samveru.
Við hvetjum þátttakendur til þess að sameinast í bíla. Mæting er við Skátamiðtöðina í Hraunbæ 123 kl. 18:30 þar sem fólk getur sameinast í bíla. Dagskrá hefst svo á Úlfljótsvatni kl. 20:00.
Brottför frá Úlfljótsvatni er svo kl. 13:00 á sunnudeginum, við mælum með að búið sé að ræða fyrirfram hver sækir skátana.
Matur: Matur er innifalinn í þátttökugjaldi en þátttakendum verður skipt upp í flokka sem skiptast á að sjá um eldun og frágang.
Verð: 16.300 kr.
Skráningarfrestur: Nýr skráningarfrestur verður auglýstur þegar nær dregur.
Staðsetning viðburðar á korti
Klst
Min
Sek
Lykilupplýsingar
- Byrjar:
- 25/04/2025 @ 20:00
- Endar:
- 27/04/2025 @ 17:00
- Kostnaður:
- 16300kr.
- Aldurshópar:
- Dróttskátar
Staðsetning
- Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni
-
Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni
Grafningsvegur efri, Selfoss 801 Iceland + Google Map - Sími:
- 482-2674
- Vefsíða:
- View Staðsetning Website