
Dróttkraftur er viðburður fyrir alla dróttskáta á vegum Leiðbeinendasveitarinnar og er þemað að þessu sinni ofurhetjur!
Dagskrá Dróttkrafts byggist á leikjum, reynslunámi og samvinnu skátanna í flokkum. Þannig fá skátarnir tækifæri til að kynnast öðrum dróttskátum á landinu, æfa sig í því að vera leiðtogar á meðal jafningja og taka þátt í lýðræðislegu starfi. Dróttkraftur er frábært tækifæri fyrir dróttskáta sem eru áhugasöm um að taka að sér foringjahlutverk að fá sína fyrstu leiðtogaþjálfun!
Námskeiðið er flokkanámskeið og er fyrir öll þau sem vilja reyna flokkastarf á eigin skinni. Þátttakendur munu starfa í flokkum við hin ýmsu viðfangsefni og alla helgina verður boðið upp á útivist, samveru, stuð og skátaanda. Á Dróttkrafti fá þátttakendur einnig tækifæri á því að hafa áhrif á dagskrárval viðburðarins.
STAÐSETNING
Skátafell, Skorradal.
VERÐ
Verð fyrir viðburðinn er 21.000 krónur. Innifalið í verðinu er dagskrá, gisting og matur alla helgina.
Athugið að þátttakendur sjá sjálf um að koma sér á staðinn.
SKRÁNING
Skráning er opin á abler en henni lýkur sunnudaginn 12. október.
SKILMÁLAR
Með því að skrá skáta á Dróttkraft samþykkir þú eftirfarandi skilmála:
- Þátttakendur sem skrá sig á 0 krónur skuldbinda sig til að greiða fullt gjald ef í ljós kemur að félag hyggst ekki greiða fyrir þau.
- Staðfestingargjaldið, 10% af námskeiðsgjaldi og er það óafturkræft.
- Þátttakendur eru ekki sérstaklega slysatryggðir, ábyrgðartryggðir eða vátryggðir að öðru leyti af Bandalag íslenskra skáta (BÍS) í skátastarfi, bent er á að þessar tryggingar eru oft hluti af heimilis- og fjölskyldutryggingum og öðrum almannatryggingum forráðafólks.
- Meðferð persónugreinanlegra upplýsinga sem skráðar eru vegna þátttöku er í samræmi við samþykkta persónuverndarstefnu BÍS sem finna má hér (https://skatarnir.is/personuverndarstefna/).
- Bandalag íslenskra skáta áskilur sér rétt til að halda eftir hluta af gjaldi þátttakandi greiðir sem hér segir:
Ef hætt er við þátttöku 1 mánuði fyrir viðburð er staðfestingargjaldi haldið eftir.
Ef skátinn hættir við þátttöku 3 vikum fyrir viðburð, er 50% af gjaldi haldið eftir.
Ef skátinn hættir við þátttöku 14 dögum fyrir viðburð, er 75% af gjaldi haldið eftir.
Ef skátinn hættir við þátttöku þegar skemmra er til viðburðar en sem nemur 14 dögum verður endurgreiðsla engin.
- BÍS eða umsjónaraðili á þess vegum getur þurft að aflýsa viðburðum og mótum vegna gildra og óviðráðanlegra aðstæðna s.s. vegna náttúruhamfara, hryðjuverka, stríðs, heimsfaraldra o.fl. Við þessar aðstæður áskilur BÍS sér rétt til þess að endurgreiða ekki mótsgjaldið, þótt ávallt sé leitast eftir að hámarka endurgreiðslu til þátttakenda.
Auk ofangreindra skilmála gilda almennir skilmálar BÍS, sem má lesa hér.