Hleð Viðburðir
  • Þessi event er liðinn

Dróttkraftur 2024 – Landvættir

Um viðburðinn:

Dróttkraftur er viðburður fyrir alla dróttskáta á vegum Leiðbeinendasveitarinnar.

Dagskrá DróttKrafts byggist á leikjum, reynslunámi og samvinnu skátanna í flokkum. Þannig fá skátarnir tækifæri til að kynnast öðrum dróttskátum á landinu, æfa sig í því að vera leiðtogar á meðal jafningja og taka þátt í lýðræðislegu starfi.

Námskeiðið er flokkanámskeið og er fyrir öll þau sem vilja reyna flokkastarf á eigin skinni. Þátttakendur munu starfa í flokkum við hin ýmsu viðfangsefni og alla helgina verður boðið upp á útivist, samveru, stuð og skátaanda. Á DróttKrafti fá þátttakendur einnig tækifæri á því að hafa áhrif á dagskrárval viðburðarins.

Þema viðburðarins er Landvættirnir.

STAÐSETNING OG RÚTUR

Námskeiðið verður haldið á Blönduósi.

Boðið er upp á rútur frá Reykjavík og Akureyri og verða eftirfarandi:

Rútur frá Reykjavík

Fer frá Skátaheimili Landnema, Háahlíð 9, klukkan 17:00 föstudaginn 15. nóvember.

Áætluð heimkoma er klukkan 17:30 í Skátaheimili Landnema sunnudaginn 17. nóvember.

Rútur frá Akureyri

Fer frá Skátaheimili Klakks, Þórunnarstræti 99, klukkan 18:00.

Áætluð heimkoma er klukkan 16:30 í Skátaheimili Klakks sunnudaginn 17. nóvember.

VERÐ

Verð fyrir viðburðinn er 26.500 krónur. Innifalið í verðinu er rúta, dagskrá, gisting og matur alla helgina. Rútur verða frá Reykjavík og Akureyri.

SKRÁNING

Skráning ver opin á Abler en henni lýkur 10. nóvember

Staðsetning viðburðar á korti

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Byrjar:
15. nóvember
Endar:
17. nóvember
Kostnaður:
26.500kr
Aldurshópar:
Dróttskátar

Skipuleggjandi

Leiðbeinendasveitin
Sími:
5509800
Netfang:
leidbeinendasveit@skatarnir.is
Vefsíða:
View Skipuleggjandi Website

Staðsetning

Blönduós
Blönduós, 540 Iceland + Google Map