Í tilefni 100 ára afmælis Kandersteg, alþjóðlegu skátamiðstöðvarinnar, á næsta ári hyggst staðurinn fagna því sérstaklega að hafa hvatt ungt fólk til dáða við að skapa betri og frisælli heim í heila öld. Því er ungu fólki boðið að koma á alþjóðlega róver viku í Kandersteg að hljóta þjálfun í að verða ungir talsmenn.
Yfir þessa viku verður ungu fólki frá öllum heimshornum gefið færið á að læra hvernig þau geta haft áþreifanleg áhrif á nærsamfélag sitt, skátafélög og landssamtök. Meginviðfangsefnið er áhrif ungs fólk með fókus á tveimur sviðum.
1) Friður & mannréttindi
2) Sjálfbærni.
Þátttakendur verða valin úr hópi umsækjenda, 31 skáti verða valin af öllum þeim sem sækja um, umsóknarfrestur er til 5. október.
Fyrst óskar þú eftir meðmælabréfi frá alþjóðafulltrúa WOSM það gerir þú með að senda tölvupóst á berglind@skatarnir.is
Frekari upplýsingar og umsóknarformið má síðan finna á eftirfarandi síðu: https://2023.kisc.ch/events/international-rover-week/
Þátttökukostnaður:
Þátttökugjald er 100 CHF, þátttakendur þurfa síðan að greiða sjálf fyrir ferðalög til og frá viðburðinum.