Vertu með

Skátarnir eru ávallt tilbúin að taka á móti nýjum skátum á öllum aldri sem vilja upplifa ævintýrið sem skátastarf er. Hér getur þú séð öll skátafélög á landinu, hvar þau er að finna, fengið nánari upplýsingar og skráð þig í félag.

Ef þú hefur fleiri spurningar getur þú kíkt á spurt og svarað þar sem við kappkostum við að svara algengum spurningum en einnig er ávallt velkomið að senda tölvupóst á Skátamiðstöðina.

Höfuðborgarsvæðið

Skátafélagið Árbúar er öflugt skátafélag sem heldur úti skemmtilegu skátastarfi yfir vetrartíma jafnt sem sumartíma. Skátafélag Árbúa býður uppá skátastarf fyrir ungmenni á aldrinum 7-25 ára og leggur mikla áherslu á samfélagsverkefni, útivist og náttúruvernd. Meðal viðfangsefna eru sund, náttúruskoðun, klifur, rötun, útieldun, skátaleikir, hristingar og margt fleira. Í húsnæði félagsins er klifurveggur, rúmgóður salur og mjög góður búnaður til dagskrár. Hægt er að fá salinn leigðan með því að senda tölvupóst.

FÉLAGSFORINGI:
Eva María Sigurbjörnsdóttir

STARFSMAÐUR:
Úlfhildur Elín Guðmundsdóttir

UPPLÝSINGAR:
Hraunbæ 123
110 Reykjavík
Sími: 849-7708
facebook: @skatafelagarbuar
Netfang: arbuar@skatarnir.is

SKRÁNING Í SKÁTAFÉLAG

Því miður er ekki virkt skátastarf í Haförnum um þessar mundir

Því miður er ekki virkt skátastarf í Segli um þessar mundir.

Skátafélagið Garðbúar er staðsett í Reykjavík og er starfsvæði félagsins Fossvogur, Leiti og Bústaðahverfi. Skátafélagið Garðbúar býður upp á skátastarf fyrir ungmenni á aldrinum 7–25 ára og leggur mikla áherslu á fjör, útivist, náttúruvernd, samvinnu, samfélagsverkefni og listir. Skátafélagið er til húsa í Hólmgarði 34 þar sem allt er til alls til að nota á skátafundunum. Stutt er í útisvæði Reykjavíkur, bæði í Fossvogsdal og í Elliðaárdal sem og í góðan garð beint fyrir utan skátaheimilið. Við erum dugleg að sækja viðburði á vegum Bandalags íslenskra skáta og Skátasambands Reykjavíkur og einnig að fara í eigin útilegur með sveitum eða félaginu.

FÉLAGSFORINGI:
Aldís Líf Vigfúsdóttir

ÖNNUR ÞJÓNUSTA:
Í skátaheimilinu er um 50 manna salur sem hentar vel til hvers kyns minni veisluhalda eða fyrir fundi og ráðstefnur. Salurinn er hægt að fá leigðan.

Í eigu Garðbúa er glæsilegi skátaskálinn Lækjabotnar og er hann staðsettur
um 14 km. austur af Reykjavík undir hlíðum Selfjalls ofan við Heiðmörk. Er í landi Kópavogs í Lækjarbotnalandi. Það tekur svona um það bil 15 mínútur að keyra að skálanum.

UPPLÝSINGAR:
Hólmgarði 34
108 Reykjavík
Sími: 831-8822
Heimasíða: gardbuar.is
Netfang: gardbuar@gardbuar.is
Facebook: @Skatafelagidgardbuar
Instagram: @Gardbuar

SKRÁNING Í SKÁTAFÉLAG

Skátafélagið Vogabúar er öflugt skátafélag sem starfar í Grafarvogi og er starfsvæði félagsins Grafarvogur og Grafarholt. Skátafélagið Vogabúar býður upp á skátastarf fyrir ungmenni á aldrinum 7 – 25 ára og leggur mikla áherslu á samfélagsverkefni, útivist og náttúruvernd. Í húsnæði félagsins er að finna rúmgóðan sal sem nýtist bæði fyrir samkomur og kassaklifur, eins er að finna ýmsan góðan búnað til dagskrárgerðar. Á lóð félagsins er varðeldalaut sem er mikið notuð.

FÉLAGSFORINGI:
Róbert Örn Albertsson

UPPLÝSINGAR:
Logafold 106
112 Reykjavík
S: 587-3088 /  897-3088
Heimasíða: www.vogabuar.is
Netfang: vogabuar@vogabuar.is

SKRÁNING Í SKÁTAFÉLAG

Skátafélagið Landnemar er eitt átta skátafélaga í Reykjavík. Starfsvæði félagsins er Gamli Austurbærinn og Hlíðarnar, það afmarkast af Lækjargötu í vestri og Kringlumýrarbraut í austri. Skátafélagið Landnemar býður upp á skátastarf fyrir ungmenni á aldrinum 7 – 25 ára og leggur mikla áherslu á útivist, samfélagsverkefni og náttúruvernd. Í húsnæði félagsins að Háuhlíð 9, 105 Reykjavík, eru fimm fundaherbergi fyrir flokka, lítill (64m2) salur, stórt eldhús, „smiðjur“, skrifstofa og sérstakt foringjaherbergi. Á lóð félagsins er pallur og eldstæði og stutt í Öskjuhlíðina. Félagið á skátaskála, Þrymheim við Skarðsmýrarfjall, þar sem eldri skátarnir fara í útilegur að vetri til. Þá á félagið ýmsan búnað sem nýtist vel í dagskrá og útilegum.

FÉLAGSFORINGI:
Jón Grétar Sigurjónsson

STARFSMAÐUR:
Pálína Björg Snorradóttir. Viðverutími er á fundartímum.

UPPLÝSINGAR:
Háuhlíð 9
105 Reykjavík
Sími: 561-0071
Heimasíða: landnemi.is
Facebook: facebook.com/Landnemi
Netfang: landnemi@landnemi.is
starfsmadur@landnemi.is

SKRÁNING Í SKÁTAFÉLAG

Skátafélagið Skjöldungar er eitt átta skátafélaga í Reykjavík. Starfsvæði félagsins er Laugardalur, Heimar, Vogar og Laugarnes (póstnúmer 104 og 105). Skátafélagið Skjöldungar býður upp á skátastarf fyrir ungmenni á aldrinum 7 – 25 ára og leggur mikla áherslu á samfélagsverkefni, útivist og náttúruvernd einnig er starfandi fjölskylduskáta sveit fyrir 5 – 7 ára og fjölskyldur þeirra. Húsnæði félagsins er staðsett í Sólheimum 21a (104 Reykjavík) og svo á félagið skálana Kút á Hellisheiði og Hleiðru við Hafravatn þar sem er gjarnan farið í útilegur.

FÉLAGSFORINGI:
Óskar Þór Þráinsson

STARFSMAÐUR:
Hanna Greta Jónsdóttir

UPPLÝSINGAR:
Sólheimar 21a
104 Reykjavík
Sími: 568-6802 / 821-6802
Vefsíða: skjoldungar.is
Netfang: skjoldungar@skatarnir.is

SKRÁNING Í SKÁTAFÉLAG

Skátafélagið Ægisbúar býður upp á skátastarf fyrir ungmenni á aldrinum 7-18 ára og leggur mikla áherslu á útivist, samvinnu og skemmtilega leiki. Á fundum vinna skátarnir saman í ýmsum verkefnum sem geta verið allt frá brjóstsykursgerð og ratleikjum yfir í ræðukeppnir og kassaklifur. Þá er einnig farið í útilegur, skátamót og dagsferðir yfir starfsfárið í viðbót við vikulegu skátafundina. Skátafélagið Ægisbúar er staðsett á efri hæð íþróttahússins við Hagaskóla sem stendur við Neshaga 3 í vesturbæ Reykjavíkur. Starfsvæði félagsins er Vesturbær, Miðbær, Skerjafjörður og Seltjarnarnes. Húsnæði félagsins er rúmgott með klifurvegg, stórum sal og á félagið ýmsan flottan búnað til að nýta í dagskrá.

FÉLAGSFORINGI:
Haukur Friðriksson

STARFSMAÐUR:
Dagur Sverrisson. Viðverutími á fundartímum.

UPPLÝSINGAR:
Neshagi 3
107 Reykjavík
Sími: 620-6666
Heimasíða: aegisbuar.is
Facebook: aegisbuar
Netfang: skati@skati.is

SKRÁNING Í SKÁTAFÉLAG

Skátafélagið Svanir er eitt af tveim skátafélögum í Garðabæ. Starfssvæði félagsins er helst á Álftanesi þar sem skátaheimili félagsins er staðsett. Skátafélagið er með skátaheimili sitt á Bjarnastöðum, sögulegu og fallegu húsi umkringd túni og trjám undir leiki. Skátafélagið Svanir njóta góðs af fagurri og fjölbreyttri náttúrunni á Álftanesi. Þar sækja félagsmenn í fjöruna, í fallegu túnin, í hraunið og á sjóinn. Svanir leggja mikla áherslu á að starfið byggi á útivist, náttúruvernd og samfélagsþjónustu. Til þess fara allir aldurshópar starfandi í félaginu í útilegur yfir starfsárið, þar sem ævintýrunum fer stigmagnandi eftir aldri. Svanir hlakka til að taka á móti þér.

FÉLAGSFORINGI:

 

UPPLÝSINGAR:
Þórukot
225 Álftanesi
Sími: 555-6877
Heimasíða: www.svanir.is
Netfang: svanir@svanir.is

SKRÁNING Í SKÁTAFÉLAG

Skátafélagið Vífill er staðett í Garðabæ. Starfsvæði félagsinns er Jötunheimar. Skátafélagið Vífill býður uppá starf fyrir ungmenni á aldrinum 7 – 25 ára og leggur mikla áherslu á útiveru og samvinnu. Í húsnæði félagsins er að finna sveitarherbergi fyrir hverja sveit, sameiginlegt svæði og stóran sal og ýmis flottan búnað til dagskrár. Við lóð félagsins er stórt útivistarsvæði og svo á félagið skála í Heiðmörk þar sem er gjarnan farið í útilegur. Sal félagsins er hægt að fá leigðan.

FÉLAGSFORINGI:
Urður Björg Gísladóttir

UPPLÝSINGAR:
Bæjarbraut 7
210 Garðabæ
Sími: 565-8820, 899-0089
Heimasíða: www.vifill.is
Netfang: vifill@vifill.is

SKRÁNING Í SKÁTAFÉLAG

Skátafélagið Hraunbúar var stofnað 22. febrúar 1925 og er því eitt elsta skátafélagið á landinu. Hraunbúar eiga sér langa og óslitna sögu í Hafnarfirði og er félagið með aðstöðu í Skátamiðstöðinni Hraunbyrgi að Hjallabraut 51 í Hafnarfirði. Hraunbyrgi stendur við Víðistaðatún sem býður upp á mikla möguleika á dagskrá í nærumhverfi félagsins. Í Hraunbyrgi er stór og rúmgóður veislusalur, við hlið Hraunbyrgis stendur smiðja með klifurvegg og vinnuaðstöðu fyrir verkefni skátanna.

FÉLAGSFORINGI:
Bjarni Freyr Þórðarson

STARFSMAÐUR:
Brynjar Örn Svavarsson. Viðvera er á fundartímum.

UPPLÝSINGAR:
Hjallabraut 51
220 Hafnarfirði
Sími: 565 0900
Netfang: hraunbuar@hraunbuar.is

SKRÁNING Í SKÁTAFÉLAG

Hægt að fá sal Kópa leigðan, nánari upplýsingar.

FÉLAGSFORINGI:
Hreiðar Oddsson

STARFSMAÐUR:
Ásdís Erla Pétursdóttir. Viðverutími á fundartímum félags.

UPPLÝSINGAR:
Digranesvegi 79
200 Kópavogi
Sími: 554-4611
Heimasíða: kopar.is
Netfang: kopar@kopar.is
Facebook: https://www.facebook.com/skfkopar

SKRÁNING Í SKÁTAFÉLAG

Starfssvæði félagsins er Mosfellsbær og dreifbýli. Skátafélagið Mosverjar bjóða upp á skátastarf fyrir ungmenni á aldrinum 7 – 25 ára og leggur mikla áherslu á skemmtilegt starf fyrir skáta á öllum aldri. Við byggjum mikið á útivistinni og samvinnu ásamt því að sinna ýmsum samfélagsverkefnum í náttúruvernd og samfélagsþjónustu. Skátaheimilið er staðsett í Álafosskvosinni þar sem stutt er í náttúruna og samfélagið í Mosfellsbæ. Í húsnæði félagsins er að finna rúmgóðan sal, flokkaherbergi, minni sali fyrir drekastarf ásamt flestu því sem góð skátaheimili þurfa að eiga. Félagið á einnig kanóa og kajaka sem staðsettir eru í geymslugám við Hafravatn. Skátafélagið Mosverjar ásamt Mosfellsbæ hefur undanfarin ár lagt vinnu í að merkja tæplega hundrað kílómetra af gönguleiðum um fjöll, fell og náttúruna í kringum Mosfellsbæ.

FÉLAGSFORINGI:
Ísak Árni Eiríksson Hjartar

UPPLÝSINGAR:
Álafossvegur 18
270 Mosfellsbæ
Facebook: fb.com/mosverjar
Heimasíða: www.mosverjar.is 
Netfang: mosverjar@mosverjar.is

SKRÁNING Í SKÁTAFÉLAG

Landsbyggðin

Vesturland og Vestfirðir

Skátafélagið á Akranesi er með starfsemi sína í Skátahúsinu við Háholt 24. Skátafélagið býður upp á starfsemi fyrir ungmenni á aldrinum 8-16 ára. Eldri skátum er velkomið að starfa sem foringjar og í bakvarðasveit okkar.

Skátafélag Akraness vinnur eftir grunngildum skátahreyfingarinnar, en markmið hennar er að leggja sem mest af mörkum við uppeldi ungs fólks til þess að skapa betri heim þar sem fólk öðlast lífsfyllingu sem sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu.

Skátafélagið leggur áherslu á útiveru, hópefli og samvinnu og nýtum við nærumhverfið okkar ásamt góðri aðstöðu í kringum skátahúsið.
Netfang skátafélagsins er skfakraness@skatarnir.is

Einnig er starfandi öflug Svanna – og rekkasveit fyrir eldri skáta. Umsjón Eydís Líndal Finnbogadóttir og stjórn Svanna-og rekkaskátanna.

Skátafélagið á skátaskálann Skátafell sem er staðsettur í Skorradal sem er yndisleg nátturuperla. Hægt er að fá skálann leigðan, frekari upplýsingar um skálann er hægt að fá með því að senda tölvupóst á skatafell@gmail.com.

FÉLAGSFORINGI:
Ágúst Heimisson

UPPLÝSINGAR:
Háholt 24
300 Akrenesi
Facebook: www.facebook.com/skatarakraness
Netfang: skf.akraness@skatarnir.is 
skatafell@gmail.com

SKRÁNING Í SKÁTAFÉLAG

Því miður er ekki virkt skátastarf í Skátafélagi Borgarness um þessar mundir.

UPPLÝSINGAR:
Búðardal
Sími: 534-1357
Netfang: stigandi@skatarnir.is

SKRÁNING Í SKÁTAFÉLAG

Því miður er ekki virkt skátastarf í Einherjar/Valkyrjan um þessar mundir.

Suðurnes

Skátafélagið Heiðabúar var stofnað 15. september árið 1937 og er eina skátafélagið á Suðurnesjum. Í fyrstu starfaði skátafélagið aðeins í Keflavík en í dag eru starfstöðvar félagsins í Reykjanesbæ.
Skátafélagið er með skátaheimili sitt við Hringbraut 101 í Keflavík og hægt er að fá sal félagsins leigðann fyrir fundarhöld og veislur.
Heiðabúar leggja mikla áherslu á að starfið byggi á útivist, náttúruvernd og samfélagsþjónustu. Til þess fara allir aldurshópar starfandi í félaginu í útilegur yfir starfsárið, þar sem ævintýrunum fer stigmagnandi eftir aldri.

FÉLAGSFORINGI:
Katrín Auðbjörg Aðalsteinsdóttir

UPPLÝSINGAR:
Hringbraut 101
230 Reykjanesbæ
Sími: 421-3190 / 860-4470
Netfang: heidabuar1937@gmail.com
Facebook: facebook.com/heidabuar/

SKRÁNING Í SKÁTAFÉLAG

Suðurland

UPPLÝSINGAR:
Breiðumörk 22
810 Hveragerði
Sími: 616-1488
Netfang: strokur@skatarnir.is

SKRÁNING Í SKÁTAFÉLAG
felagsmerki-fossbua

FÉLAGSFORINGI:
Thelma Karen Bjarnfinnsdóttir

UPPLÝSINGAR:
Tryggvagötu 36
800 Selfoss
Sími: 784-2238
Netfang: fossbuar@gmail.com

SKRÁNING Í SKÁTAFÉLAG

UPPLÝSINGAR:
Sólheimar
801 Selfoss
Sími: 422-6000
Heimasíða: www.solheimar.is
Netfang: solheimar@solheimar.is

Því miður er ekki virkt skátastarf í Faxa um þessar mundir.

Austurland

Skátafélagið farfuglar er nýjasta skátafélagið sem hefur verið stofnað á Íslandi en það var stofnað árið 2022. Skátafélagið er staðsett í Breiðdalsvík á austfjörðum.

FÉLAGSFORINGI:
Aðalbjörg Eva Sigurðardóttir

UPPLÝSINGAR:
Selnesi 8 760 Breiðdalsvík
Sími: 783 2949
Heimasíða: Facebooksíða félagsins 
Netfang: farfuglar@skatarnir.is

SKRÁNING Í SKÁTAFÉLAG

Norðurland

Skátafélagið Klakkur starfar á Eyjafjarðarsvæðinu. Starfsemi félagsins fer fram á Akureyri. Skátafélagið rekur útilífsmiðstöð að Hömrum sem nýtist vel við skátastarfið. Í Klakki er lögð mikil áhersla á útivist og vetrarskátun. Skíðasamband skáta starfar í nánu samstarfi við foringjaráð og stjórn félagsins.

FÉLAGSFORINGI:
Jóhann Gunnar Malmquist

UPPLÝSINGAR:
Þórunnarstræti 99
600 Akureyri
Sími: 899-1066
Heimasíða: klakkur.is
Netfang: klakkur@klakkur.is

SKRÁNING Í SKÁTAFÉLAG
felagsmerki-eilifsbua

UPPLÝSINGAR:
Borgartúni 2, Pósthólf 35
550 Sauðárkróki
Sími: 453-6350
Netfang: eilifsbuar@skatarnir.is

SKRÁNING Í SKÁTAFÉLAG