Vel lukkuð skátagleði í samstarfi við Rauða krossinn

Laugardaginn 15. febrúar síðastliðinn var haldin fjölmenn og vel lukkuð skátagleði fyrir fjölskyldur á flótta. Verkefnið hlaut styrk úr Æskulýðssjóði og er samstarfsverkefni BÍS, Rauða krossins og Skátafélagsins Landnema. Á svæðinu voru hátt í 80 þátttakendur, sjálfboðaliðar, túlkar og aðrir sem komu að deginum. Dagskráin fór öll fram í og við skátaheimili Landnema en þar var m.a. súrrað, föndrað og grillað brauð. Boðið var upp á hádegisverð en dagskrá lauk með leikjum og skátasöng.

BÍS og Rauði Krossinn þakka kærlega öllum þeim sem stóðu að deginum og þátttakendum fyrir að mæta, taka þátt og skemmta sér með okkur.