Nýjungar á heimasíðu Skátanna

Undanfarin misseri hefur verið unnið að úrbótum á heimasíðu Skátanna. Heimasíðan hefur fengið litlar og stórar en nauðsynlegar upplyftingar ásamt því að upplýsingar og efni hefur verið einfaldað og gert aðgengilegra fyrir öll. Einnig hefur verið unnið að því að koma áður birtu efni ásamt nýju efni inn á heimasíðuna, en sú vinna er enn í gangi og mun halda áfram jafnt og þétt.

Við mælum með að vafra um síðuna til að kynnast henni og læra á hana þar sem eitthvað hefur færst til í þessum breytingum.

Það sem er nýtt á síðunni er:

Undir „Um okkur“ hafa birst tveir nýjir undirflokkar sem eru „Öryggi í skátastarfi“ og „Útgefið efni“ ásamt flestu því efni sem þar er undir en einnig er þar reglulega efni að bætast við.

Undir „Verkfærakista“ hefur „Bakpokinn“ verið uppfærður og fengið nýja undirkafla. Þar má helst nefna Dagskrárbankann en þar munu bætast við gömul verkefni af gömlu skátamál síðunni ásamt nýjum og spennandi verkefnum frá ykkur. Hér má senda inn hugmyndir að dagskrárefni sem væri hægt að setja þar inn.

Ef farið er í „EN“ í valmyndinni birtist síða með ýmsum nytsamlegum upplýsingum fyrir erlenda skátahópa sem vilja koma í heimsókn til Íslands en einnig fyrir skáta með annað móðurmál og vilja kynnast íslensku skátastarfi og finna skátafélag.