Útkall – framboð í fastaráð BÍS
Frá uppstillingarnefnd BÍS fyrir Skátaþing 2020,
Vegna forfalla köllum við eftir framboðum í tvö fastaráð BÍS, alþjóðaráð og starfsráð, eitt sæti í hvort ráð til tveggja ára. Um er að ræða spennandi verkefni í ráðunum og tækifæri til að hafa með skemmtilegu fólki, áhrif á skátastarf landsvísu á sviðum dagskrármála annars vegar og alþjóðamála hins vegar.
Hlutverk ráðanna skv. lögum BÍS:
– Hlutverk starfsráðs er að styðja við og efla starf skátafélaganna í samráði við stjórnir skátafélaga, sveitarforingja og flokksforingja.
– Hlutverk alþjóðaráðs er að stuðla að því að BÍS fylgi stefnum og nýti sér stuðningsefni frá alþjóðasamtökum skáta, WOSM og WAGGGS, ásamt því að annast samskipti við erlend skátabandalög, kynningu á erlendu skátastarfi á Íslandi og íslensku skátastarfi erlendis.
Framboðsfrestur er til hádegis næsta miðvikudag, 21. október 2020.
Framboð berist á netfang uppstillingarnefndar: uppstilling@skatar.is.
Nánari upplýsingar veitir Sigurður Viktor Úlfarsson formaður uppstillingarnefndar | n. siggiulfars@gmail.com | s. 854-0074.